Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Þriðjudaginn 3. júlí 2018, og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2018060044.
AFA JCDECAUX Ísland ehf., biðskýli og kynningar.
Lagður fram samningur milli AFA JCDecaux Íslandi ehf. og Seltjarnarnesbæjar um að gera með sér samning um 10 strætó biðskýli skv. samningi aðila frá 3.10.2000 um rekstur umræddra biðskýla og einkarétt á að setja upp kynningar og upplýsingatöflur innan marka sveitarfélagsins. Frestað til næsta fundar.
-
Málsnúmer 2018070010.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Baldur Pálsson fræðslustjóri mætti á fund nefndarinnar og sagði frá kynningu sem hann, formaður skólanefndar og skólastjóri grunnskólans höfðu fengið á þessu verkefni frá Unicef fyrr í vetur. Fræðslustjóra falið að vinna áfram með málið og kynna fyrir öðrum sviðstjórum bæjarins.
-
Málsnúmer 2018060153.
Bréf Ríkisendurskoðunar dags. 18.06.2018 varðandi framlög bæjarins til stjórnmálasamtaka í sveitarfélögunum skv. 5. gr. laga nr. 162/2006.
Lagt fram með svari fjármálastjóra til Ríkisendurskoðunar.
-
Málsnúmer 2018060137.
Bréf Íslenskrar orkumiðlunar varðandi raforkukaup Seltjarnarnesbæjar, dags. 04.06.18.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu og leggja svarið fram á næsta fundi bæjarráðs til upplýsinga.
-
Málsnúmer 2018060079.
Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017.
Lagður fram.
-
Málsnúmer 2018060008.
Bréf Jafnréttisstofu varðandi skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, dags. 29.05.2018.
Lagt fram og vísað til fjölskyldunefndar.
-
Málsnúmer 2018050396.
Gjafasjóður Sigurgeir Einarssonar.
Bréf Sýslumanns á Norðurlandi vestra lagt fram, heimild komin að leggja niður sjóðinn og ráðstafa fjármunum til byggingar hjúkrunarheimilis. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2018060221.
Opið samskiptanet.
Bréf OH dags. 28.06.2018 varðandi opið samskiptanet, þar sem jafn aðgangur allra er tryggður lagt fram. Bæjarráð tekur undir sjónarmið sem fram koma í bréfinu að hér er um mikilvægt neytendamál að ræða.
-
Málsnúmer 2014010058.
Starfsmannastefna bæjarins.
Frestað frá fundi nr. 64. drög að starfsmannastefnu lögð fram engar athugasemdir af hálfu bæjarráðs liggja fyrir. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2018050359.
Arkitektafélag Íslands – samkeppni um byggingu nýs leikskóla.
Bæjarstjóri upplýsti um drög að samningi við Arkitektafélag Íslands, tímalínu og næstu skref, en vinna við verkefnið myndi hefjast strax í lok sumars.
Bæjarráð leggur til að staðarval nýs leikskóla verði á núverandi svæði leikskólans, ásamt svæðinu sem gengið hefur undir nafninu ráðhúsreitur. Við ákvörðun þessa reits, undir nýjan leikskóla er haft að leiðarljósi gott aðgengi að þessum þjónustukjarna, gildandi aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar, sem gerir ráð fyrir að á reit S-3 sé samfélagsuppbygging (leikskóli og önnur samfélagsþjónusta). Einnig að þjónustustofnun þessi hafi góð tengsl við almenningssamgöngur. Nýr leikskóli verður í góðum tengslum við aðrar þjónustustofnanir m.a. félagsheimili, íþróttahús, Hreyfiland og bókasafn bæjarins. Hús af þessari stærð eiga síður heima í návígi við smágerða byggð eða þar sem umferð bifreiða hefur áhrif á nánasta umhverfi íbúa. Núverandi leikskóli liggur við meginsamgönguás Seltjarnarness.
Við vinnu Arkitektafélags Íslands varðandi samkeppni um byggingu nýs leikskóla verði svæðið sem merkt er S-3 í aðalskipulagi bæjarins, staðarval fyrir nýjan leikskóla.
-
Mál nr. 2017030003
Nesið okkar. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað um verkefnin sem komin eru í farveg. -
Mál nr. 2018060010
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn.Lýsing: Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs frá því í maí um að stækka hafnarsvæðið í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við verklýsinguna.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2018060031
Heiti máls: Bygggarðasvæði, lögð fram drög að hönnun á húsi fyrir borholu 5 á svæðinu. Lýsing: Veitustjóri leggur til að hönnun á húsi yfir borholu 5 á Bygggarðssvæðinu verði eins og húsið yfir holu nr. 12. Stefnt sé að því að öll húsin fimm verði eins í framtíðinni og með sömu hönnun og hola nr. 12.Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Nefndin tekur vel í þessa hugmynd og felur veitustjóra að vinna áfram með málið. Einnig verði eigendum svæðisins kynnt fyrirhuguð bygging.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2018050393
Heiti máls: Kirkjubraut 1 – umsókn um byggingarleyfi, bílskúr minnkaður. Lýsing: Sótt er um leyfi til að rífa niður gafl og minnka bílskúr. Afgreiðsla: Nefndin vísar til afgreiðslu máls nr. 2018020002. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2018050154
Heiti máls: Bakkavör 5, klæðning. Lýsing: Sótt er um leyfi til að einangra og klæða húsið að utan með sléttri álplötuklæðningu. Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í umsögn skipulagshöfundar og leggur til að grenndarkynna umsögnina fyrir eigendum húsanna að Bakkavör 3, 5, 7, 9 og 11.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2018050353
Heiti máls: Fornaströnd 17, útigeymsla og breytingar á lóð. Lýsing: Sótt er um að fá leyfi fyrir útigeymslu og breytingum á lóð. Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina að undanskilinni fjölgun bílastæða á lóð. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2018060186
Heiti máls: Þjónustumiðstöð – umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustugám á Vallarbrautarvelli. Lýsing: Sótt er um stöðuleyfi í tvo mánuði fyrir aðstöðu fyrir vinnuskóla. Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina til 31. ágúst 2018 en gámurinn verði staðsettur á malbiki við suðurenda sparkvallar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
-
Mál nr. 2018060187
Heiti máls: Þjónustumiðstöð – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar. Lýsing: Um er að ræða stöðuleyfi fyrir einn 40 feta gám á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar fyrir ofan Bygggarðagötu. Hætt hefur verið við að staðsetja gám á milli Bygggarða 8 og 10 sem sótt var um fyrr á árinu þar sem ný staðsetning er talin henta starfseminni betur. Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina til 21. mars 2019. Staðsetning gáms verði í samráði við byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:10