Fara í efni

Bæjarráð

31. maí 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 31. maí 2018, og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2018050196.

    50 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Alberts.

    Bæjarstjóri lagði til að félaginu yrði færð gjöf kr. 500.000.- í tilefni af fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Samþykkt.

  2. Málsnúmer 2014010058.

    Starfsmannastefna bæjarins.

    Lögð fram. Bæjarstjóri sagði frá vinnunni við endurskoðun, vísað til næsta fundar til afgreiðslu.

  3. Málsnúmer 2017110224.

    Kirkjugarður á Seltjarnarnesi.

    Lagt fram bréf Sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar dags. 17.05.2018.

  4. Málsnúmer 2018050085.

    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Lögð fram boðun á landsþing sambandsins 26. – 28. september 2018.

  5. Málsnúmer 2018050018.

    Bréf dags. 30.04.2018 erindi frá félagsmálastjóra varðandi beiðni um aukið framlag til vinnslu barnaverndarmála fyrir árið 2018. Bæjarráð samþykkir erindið að fjárhæð 14 mkr.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 14 mkr. samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  1. Málsnúmer 2018050301.

    Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um reglugerð fyrir Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 09.05.2018. Bæjarráð samþykkir að sækja um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs vegna byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut og einnig sækja um viðhald við Sæbraut 2.

  2. Málsnúmer 2018050197.

    Bréf SSH varðandi áframhaldandi samstarf um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk dags. 11.05.2018. Bæjarráð vísar bréfinu til skoðunar hjá fjölskyldunefnd.

  3. Málsnúmer 2018050394.

    Lagt er til breytingu á bæjarmálasamþykkt sbr. 56 gr. að jafnréttisnefnd verði lögð niður en fjölskyldunefnd verði falið að fara með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

    Jafnréttisnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Verðir lögð niður.

    Fjölskyldunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 26. júní 2013 og skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fjölskyldunefnd skal annast störf þau sem barnaverndarnefnd eru falin skv. lögum nr. 80/2002.

    Breyting: Fjölskyldunefnd taki breytingum sem þessu varðar.

    Fjölskyldunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 26. júní 2013 og skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fjölskyldunefnd skal annast störf þau sem barnaverndarnefnd eru falin skv. lögum nr. 80/2002. Fjölskyldunefnd fer með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

    Erindisbréf nefndarinnar verður uppfært m.v. þessa breytingu og bæjarmálasamþykkt.

    Bæjarráð samþykkir ofangreinda breytingu. Mannauðsstjóra verði áfram ábyrgur fyrir þessum málaflokki og hann verði áfram sýnilegur í skipuriti bæjarins.

  4. Málsnúmer 2018050359.

    Arkitektafélag Íslands – samkeppni um byggingu nýs leikskóla.

    Bæjarstjóri upplýsti um viðræður hennar og Baldurs Pálssonar fræðslustjóra við Arkitektafélag Íslands um framkvæmd að halda lokaða samkeppni þar sem óskað er eftir þátttakendum. Af þeim sem sækja um þátttöku eru 5 valdir(geta verið fleiri/færri). Seltjarnarnesbær tilnefndir þrjá dómnefndarfulltrúa. Einn af þeim skal vera valinn formaður dómnefndar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið, fulltrúar af hálfu bæjarins verði Gestur Ólafsson formaður dómnefndar, Baldur Pálsson fræðslustjóri og Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri.

  1. Málsnúmer .

    Lánsheimild vegna byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

    Bæjarráð samþykkir lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.000.000.000,- vegna byggingar hjúkrunarheimilis. Lánið mun verða tekið í nokkrum áföngum næstu 12 mánuði sbr. viðauka nr. 1 og 2 fyrr á árinu.

  2. Bréf afmælisnefndar vegna fullveldis Íslands um þátttöku sveitarstjórna í verkefninu, dags. í maí 2018.

    Bæjarráð tekur undir tilmæli að minnast fullveldis Íslands í tengslum við viðburði á vegum bæjarfélagsins á árinu 2018. Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í skólanefnd, ungmennaráði, öldungaráði, menningarnefnd og íþrótta- og tómstundaráði.

  3. Málsnúmer 2018030055

    Umsókn um styrk vegna sýningar/sviðslitaverks ,,Verkleg rannsókn á sviðssetningu íslenskrar karlmennsku“.

    Tekið fyrir erindi frá menningarnefnd fundi nr. 142. Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar að kr. 150.000.- sbr. lið nr. 2 í fundargerð menningarnefndar.

Árni Einarsson og Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúar þökkuðu samstarfið á liðnum árum. Formaður þakkaði öllum í nefndinni fyrir gott samstarf sömuleiðis á liðnum árum.

Fleira ekki tekið fyrir.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?