Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 26. apríl 2018, og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2018040252.
Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2018.
Bréf frá sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju dags. 23.04.2018 varðandi Listahátíð Seltjarnarneskirkju í maí mánuði 2018. Samþykkt að styrkja hátíðina kr. 600.000.-. Bæjarráð bendir viðkomandi á að sækja um menningartengda styrki til menningarnefndar.
-
Málsnúmer 2018040261.
Sorpa bs.
Bréf Sorpu bs. dags. 17.04.2018, þar sem kynnt er skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins PWC, innri endurskoðanda Sorpu bs. um samspil eigendastefnu, stofnsamnings og starfsreglna stjórnar. Skýrslan var kynnt í stjórn Sorpu bs. á stjórnarfundi 16.03. sl.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2018040210.
Lækningaminjasafn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við ráðuneytin. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2017020104.
Heilsueflandi samfélag.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Seltjarnarnesbær gerist heilsueflandi samfélag. Lagt er til að Haukur Geirmundsson fylgi þessu verkefni eftir og verði formaður stýrihóps, en í hópnum verði einnig sviðstjórar bæjarins.
-
Málsnúmer 2017110224.
Kirkjugarður á Seltjarnarnesi.
Lagt fram bréf Sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar dags. 19.02.2018. varðandi kirkjugarð í Nesi. Erindinu vísað til umhverfisnefndar.
-
Málsnúmer 2018030168.
Nesklúbburinn.
Lagður fram samstarfssamningur NK og Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð samþykkir nýjan samning til fjögurra ára að fjárhæð 6 mkr. á ári, hann tekur gildi 1. janúar 2018, ásamt viðauka um æfingaaðstöðu í risi Eiðistorgs þar sem nú er inniaðstaða til æfinga hjá klúbbnum.
-
Málsnúmer 2017090093.
Ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2017.
Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2017.
-
Málsnúmer 2018020161.
Umferðaröryggisáætlun.
Baldur Pálsson sviðstjóri gerði grein fyrir uppfærslu á umferðaröryggisáætlun bæjarins og vinnuferlinu. Bæjarráð vísar umferðaröryggisáætlun til staðfestingar í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 2018020104.
Innleiðing persónuverndarlaga.
Bæjarstjóri upplýsti að vinna er í fullum gangi hjá sviðstjórum bæjarins, verkefnastjóri HP leiðir verkefnið áfram.
-
Okkar Nes.
María Björk sviðstjóri kynnti niðurstöður kosninganna. Bæjarráð þakkar hópnum sem stóð að ,,Okkar Nesi“ fyrir góða vinnu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:09