Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 1. mars 2018, og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Enn fremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Á fundinn mætti einnig undir lið nr.6 Eva Einarsdóttir formaður ÍTR ,Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, og Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi og nefndarmaður í stjórn Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2018020225.
Styrktarsjóður EBÍ 2018.
Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dag. 21.02.2018 varðandi styrktarsjóð EBÍ 2018, lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra.
-
Málsnúmer 2018020068.
Ljóskastarahús við Urð á Seltjarnarnesi.
Bréf Minjastofnunar Íslands dags. 31.01.2018 varðandi undirbúning við friðlýsingu á Ljóskastarahúsi við Urð, lagt fram. -
Málsnúmer 2018010326.
Sjóvarnargarður við braut nr. 8 á Nesvelli.
Erindi sent frá skipulags- og umferðarnefndar til bæjarráðs til skoðunar. Óskað er eftir hliðrun brautar austast við Suðurnes. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu frá Nesklúbbnum.
-
Málsnúmer2018020117.
Breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu og verklagsreglum um félagslega heimaþjónustu.
Bréf félagsmálastjóra 8.2.2018 varðandi samþykkt fjölskyldunefndar 25.01.2018 varðandi félagslega heimaþjónustu, lagt fram. Bæjarráð samþykkir ofangreindar reglur.
-
Málsnúmer 2017110224.
Bréf sóknarnefndar Seltjarnarness.
Bréf sóknarnefndar dags. 16.11.2017 varðandi svæði fyrir kirkjugarð rædd, bæjarstjóri lagði fram gögn til upplýsinga, bæjarstjóra falið að kynna minnisblaðið fyrir sóknarnefnd.
-
Kynning
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
Framtíðarsýn til ársins 2030. Eva Einarsdóttir formaður ÍTR og Magnús Árnason fóru yfir stefnumótun, uppbyggingu og framtíðarsýn á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, sem kynnt hafði verið fyrir stjórn SSH í febrúar 2018. Bæjarráð þakkar Evu og Magnúsi greinargóða yfirferð.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 9:05