Fara í efni

Bæjarráð

05. febrúar 2018

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Mánudaginn 5. febrúar 2018, og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Baldur Pálsson fræðslustjóri sat undir lið nr. 6.

Árni Einarsson vék af fundi undir lið 9.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2018020036.

    Samkomulag og upgjör við Brú lífeyrissjóð um greiðslu framlaga til A-deildar sjóðsins.

    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna A-deildar sjóðsins.
    Bæjarráð vísar samkomulagi við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um uppgjör vegna A-deildar sjóðsins til afgreiðslu bæjarstjórnar, að fjárhæð kr. 643.846.014,-. Bæjarráð samþykkir lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 1.200.000.000,- til greiðslu á skuld á samkomulagi við Brú lífeyrissjóð og vegna byggingar hjúkrunarheimilis.

  2. Málsnúmer 2017120173.
    Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
    Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 18.12.2017 varðandi gjaldskrárbreytingu, gjaldtöku A) fyrir lögbundin verkefni og gjaldtöku B) fyrir önnur verkefni og þjónustu sem slökkviliðið sinnir ef óskað er eftir. Samþykkt taxti kr. 13.435.- kr/klst varðandi A og kr. 18.137 kr./klst varðandi B. Bæjarráð staðfestir tillögu slökkviliðsstjóra.

  3. Málsnúmer 2018010360.

    Bréf Strætó bs. varðandi heimild til lántöku vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóðs, dags. 26.01.18.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja heimild til stjórnar Strætó bs. til að taka lán allt að fjárhæð 1,0 milljarð króna til að mæta skuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. Samþykktin er með fyrirvara um samþykki allra aðaildarsveitarfélaga Strætó bs.

    Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

    Seltjarnarnesbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000.-, eittþúsundmilljónirkróna í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Seltjarnarnesbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

    Fari svo að Seltjarnarnesbær selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Seltjarnarnesbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

    Jafnframt er Jóhannes Svavar Rúnarsson kt. 090662-7249, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Seltjarnarnesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

  4. Málsnúmer 2018010367.

    Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi eftirlit og skoðun á samstarfssamningum sveitarfélaga, dags. 25.01.2018

    Lagt fram.

  5. Málsnúmer 201510090.
    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
    Bæjarstjóri lagði til að fengin yrði utanaðkomandi aðili til að skoða þessi mál hjá bænum, bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  6. Málsnúmer 2018010272.

    Heimgreiðslur til forráðamanna barna sem eru á biðlista eftir daggæslu.

    Fræðslustjóri gerði grein fyrir erindinu. Bæjarráð samþykkir að reglur vegna heimgreiðslu til forráðamanna barna sem eru á biðlista eftir daggæslu taki gildi frá og með 1. mars 2018.

  7. Málsnúmer 2017120059.

    Selkórinn 50 ára.

    Erindi frá menningarnefnd dags. 12.01.2018 þar sem lagt er til að styrkja verkefnið. Bæjarráð samþykkir fjárhæð kr. 800.000,-.

  8. Málsnúmer 2017010090.

    Brunavarnaráætlun.

    Bréf Mannvirkjastofnunar dags. 4.1.2018 varðandi gildistíma brunavarnaáætlunar sveitarfélagsins, lögð fram.

  9. Málsnúmer 2017120217.

    Krabbameinsfélag Íslands.

    Bréf Krabbameinsfélags Íslands, beiðni um styrk til starfsemi sinnar. Bæjarráð samþykkir kr. 150.000.-

  10. Málsnúmer 2017120179.

    Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi.

    Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 12.12.2017, mótun aðgerðaáætlunar til að endurheimta votlendi. Lagt fram.

  11. Málsnúmer 2017090281.

    Vatnaskógur.

    Beiðni um styrk vegna framkvæmda við Birkiskála II, nýbygging í Vatnaskógi. Bæjarráð samþykkir styrk kr. 100.000.-.

  12. Málsnúmer 2015010134.

    Framtíð leikskólamála á Seltjarnarnesi.

    Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins og boðar til vinnufundar starfshóps. Starfshóp skipa fulltrúar meiri-, minnihluta, leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, fræðslustjóri, fulltrúi skipulagssviðs og fulltrúi foreldra.

  13. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. nóvember 2017.

    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu 11 mánuði ársins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?