Fara í efni

Bæjarráð

14. desember 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 14. desember og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2017110135.
    Sameining lóða.
    Erindi frá skipulags- og umferðarnefndar þar sem nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um sameiningu lóðar, Hamarsgötu 6-8. Bæjarráð lítur jákvætt á framlögð áform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  2. Málsnúmer 2017120080.
    Suðurströnd 8 tilboð í stækkun íþróttamiðstöðvar.
    Opnun tilboða í framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar og byggingu fimleikahúss.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Alverk kr. 739.890.636,-
    Munck kr. 703.860.604,-
    Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 659.000.000,-, aukaverk kr. 14.000.000,- sem voru í tilboðinu. Samtals kr. 673.000.000,-
    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 76. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings.

  3. Málsnúmer 2017120018.
    Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.
    Bréf Sorpu bs. dags. 23.11.2017, varðandi viðræður við Kölku, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., um mögulega sameiningu við Sorpu, lagt fram.

  4. Málsnúmer 2017060072.

    Opnunartímar sundlaugar.

    Bæjarstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu af vaktatöflu eftir athugasemdir starfsmanna. Tillagan gerir ráð fyrir opnun virka daga til kl. 22:00 og um helgar til kl. 19:30.

  5. Málsnúmer 2017060394.

    Skólabraut 1.

    Bæjarráð samþykkir að fara í niðurrif á fasteigninni Skólabraut 1.

  6. Málsnúmer 2016020106.

    Samstarfssamningur við ÁS styrktarfélag.

    Bæjarstjóri kynnti tillögu að samstarfssamningi við byggingu sambýlis fyrir fatlað fólk. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  7. Málsnúmer 2016090130.

    Viðauki við fjárhagsáætlun.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir endurskoðun á áætlun og rauntölum launa fyrir árið 2017.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 163.960.837,- vegna launahækkana nýrra kjarasamninga 2017 og veikinda. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir tekjuauka að upphæð kr. 110.000.000,- á útsvarstekjum vegna kjarasamningsbreytinga. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2017.

    Bæjarráð samþykkir tekjuauka að upphæð kr. 175.000.000,- á framlögum jöfnunarsjóðs. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-100 0110 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2017.

    Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 65.000.000,- vegna málefna fatlaðs fólks. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 25 mkr. samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna undirbúnings og hönnunar á stækkun á íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á öðrum lið á fjárhagsáætlun 2017, fjárfestingar um sömu fjárhæð.

    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:23

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?