Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 14. desember og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2017110135.
Sameining lóða.
Erindi frá skipulags- og umferðarnefndar þar sem nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um sameiningu lóðar, Hamarsgötu 6-8. Bæjarráð lítur jákvætt á framlögð áform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. -
Málsnúmer 2017120080.
Suðurströnd 8 tilboð í stækkun íþróttamiðstöðvar.
Opnun tilboða í framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar og byggingu fimleikahúss.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Alverk kr. 739.890.636,-
Munck kr. 703.860.604,-
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 659.000.000,-, aukaverk kr. 14.000.000,- sem voru í tilboðinu. Samtals kr. 673.000.000,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 76. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. -
Málsnúmer 2017120018.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.
Bréf Sorpu bs. dags. 23.11.2017, varðandi viðræður við Kölku, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., um mögulega sameiningu við Sorpu, lagt fram. -
Málsnúmer 2017060072.
Opnunartímar sundlaugar.
Bæjarstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu af vaktatöflu eftir athugasemdir starfsmanna. Tillagan gerir ráð fyrir opnun virka daga til kl. 22:00 og um helgar til kl. 19:30.
-
Málsnúmer 2017060394.
Skólabraut 1.
Bæjarráð samþykkir að fara í niðurrif á fasteigninni Skólabraut 1.
-
Málsnúmer 2016020106.
Samstarfssamningur við ÁS styrktarfélag.
Bæjarstjóri kynnti tillögu að samstarfssamningi við byggingu sambýlis fyrir fatlað fólk. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2016090130.
Viðauki við fjárhagsáætlun.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir endurskoðun á áætlun og rauntölum launa fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 163.960.837,- vegna launahækkana nýrra kjarasamninga 2017 og veikinda. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir tekjuauka að upphæð kr. 110.000.000,- á útsvarstekjum vegna kjarasamningsbreytinga. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir tekjuauka að upphæð kr. 175.000.000,- á framlögum jöfnunarsjóðs. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-100 0110 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 65.000.000,- vegna málefna fatlaðs fólks. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 25 mkr. samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna undirbúnings og hönnunar á stækkun á íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á öðrum lið á fjárhagsáætlun 2017, fjárfestingar um sömu fjárhæð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:23