Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 30. nóvember og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri.
Undir lið nr. 2 sat Eva Magnúsdóttir frá Podium ehf.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2017110231.
Erindi frá fjölskyldunefnd dags. 16.11.2017 varðandi ferðaþjóustu fatlaðra.
Á fundi fjölskyldunefndar 16.11.2017 liður nr. 7 var tekið fyrir fundargerð Samráðshóps um velferðarmál er tengjast lengdum aksturstíma ferðaþjónustunnar og kostnaðarauka sem því getur fylgt. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir breytingu á aksturstíma ferðaþjónustunnar á aðfanga- og gamlársdag, einnig lengingu til kl. 01:00 aðra daga. - Málsnúmer 2017110233.
Samfélagsleg ábyrgð.
Á fundinn mætti Eva Magnúsdóttir frá Podium. Bæjarstjóri sagði frá verkefninu sem unnið hafi verið með stjórnendum bæjarins, farið var í gegnum mikilvægi þess að leggja áherslu á samfélagslega ábyrg í vinnubrögðum og ákvarðanatöku. Nefna má að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er viðleitni fyrirtækja til að stuðla að aukinni velferð samfélags, starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila auk umhverfis í gegnum daglegan rekstur sinn og umfram lagalegar skyldur sínar. Bæjarráð tekur undir mikilvægi þessa og samþykkir að gera samkomulag við Samtök atvinnulífsins. - Málsnúmer 2017060072.
Opnunartímar sundlaugar.
Bæjarstjóri lagði fram gögn varðandi rýmri opnunartíma Sundlaugar. Bæjarráð samþykkir tillögu 2xxxx þar sem gert er ráð fyrir opnun virka daga til kl. 22:00 og um helgar til kl. 20:00. - Málsnúmer 2017110225.
Snorraverkefni 2018.
Bréf The Snorri Program, dags. 20.11.2017 beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu lið með kr. 120.000.- fyrir árið 2018. - Málsnúmer 2017110224.
Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju.
Bréf sóknarnefndar Seltjarnarnes.
Bréf sóknarnefndar dags. 16.11.2017 varðandi svæði fyrir kirkjugarð lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga. - Málsnúmer 2017110223.
Móttaka og flokkun á plasti til endurvinnslu.
Bréf Sorpu bs. dags. 23.11.2017, varðandi móttöku og flokkun á plasti til endurvinnslu lagt fram. - Málsnúmer2016110017.
Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Borgarlínu.
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 21.11.2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins samkvæmt 3. mgr. 23. gr skipulagslaga. Fram koma ábendingar stofnunarinnar við framlagað tillögu. Skipulagstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst samvkæmd 24. gr. skipulagslaga þegar bruðist hefur verið við ábendingum í bréfi þessu. Lagt fram. - Málsnúmer 2015010134.
Framtíð leikskólamála á Seltjarnarnesi.
Skólanefnd vísar erindi og umræðu um framtíðaruppbyggingu þjónustu til foreldra með börn á leikskólaaldri til bæjarráðs. Staða og framtíð leikskólamála á Seltjarnarnesi sem rædd var á skólanefndarfundi . Bæjarstjóra falið skoða málið og koma með tillögur að verkferli fyrir næsta fund. - Málsnúmer 2017110230.
Sundlaug Seltjarnarness
Lögð fram tillaga að gjaldskrárbreytingu í Sundlaug sem taki gildi 1. febrúar 2018. Bæjarráð samþykkir tillögu um gjaldskrárbreytingu, stakt gjald verði kr. 800.- og árskort (12 mán kort) verði kr. 31.000.-. - Málsnúmer 2016020106.
Lóð undir íbúðakjarna fyrir fatlaða íbúa.
Bæjarstjóri fór yfir málið, vinna er komin í ferli varðandi breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi. - Málsnúmer 2017110061.
Skólalúðrasveit Seltjarnarness 50 ára.
Við þessi stóru tímamót vill bæjarráð afhenda skólalúðrasveitinni afmælisgjöf að fjárhæð kr. 500.000.-. Skólalúðrasveitin tók til starfa 1967, afmælisfagnaður var haldinn í Seltjarnarneskirkju 11. nóvember sl.
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. september 2017.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu níu mánuði ársins og gerði grein fyrir yfirliti um rekstur málaflokka sama tímabil.
Fundi var slitið kl.: 9:49