Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 5. október og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2017020047.
Greining á verkefnum félagsmálasviðs.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu frá Arnari Jónssyni frá Capacent um útfærslu við tillögum sem fram komu í greinargerðinni til næstu 12 mánaða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hrinda þeim í framkvæmd. Einnig lögð fram greinargerð félagsmálastjóra Snorra Aðalsteinssonar varðandi skýrslu Capacent.
-
Málsnúmer 2017100023.
Sérstakur húsnæðisstuðningur.
Erindi frá fjölskyldunefnd, lagt er til að hækka viðmiðunarmörk tekna þeirra sem sækja um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjölskyldunefndar frá 1. janúar 2018. -
Málsnúmer 2017090182.
Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
Erindi frá RB um styrk til náms í leikskólakennarafræðum. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fræðslustjóra. -
Málsnúmer 2017090275.
Umsókn um styrk frá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu og ÖBÍ.
Samþykkt að styrkja um kr. 30.000.-. -
Málsnúmer 2017060395.
Erindi frá fjölskyldunefnd dags. 29.06.2017 varðandi Sæbraut 2.
Erindið lagt fram og vísað til næsta fundar. -
Málsnúmer 2017060394.
Erindi frá fjölskyldunefnd dags. 29.06.2017 varðandi Skólabraut 1.
Erindið lagt fram og vísað til næsta fundar. -
Málsnúmer 2017090130.
Erindi frá Söngskóla Sigurðar Demetz dags. 14.9.2017.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2017070136.
Ráðning í starf menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar.
Fulltrúi Intellecta kynnti ráðningarferli og niðurstöðu þess.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa til bæjarstjórnar til staðfestingar tillögu Intellecta ehf. um að ráða Maríu Björk Óskarsdóttur í starf samskipta- og menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:02