Fara í efni

Bæjarráð

05. október 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 5. október og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2017020047.

    Greining á verkefnum félagsmálasviðs.

    Bæjarstjóri lagði fram tillögu frá Arnari Jónssyni frá Capacent um útfærslu við tillögum sem fram komu í greinargerðinni til næstu 12 mánaða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hrinda þeim í framkvæmd. Einnig lögð fram greinargerð félagsmálastjóra Snorra Aðalsteinssonar varðandi skýrslu Capacent.

  2. Málsnúmer 2017100023.
    Sérstakur húsnæðisstuðningur.
    Erindi frá fjölskyldunefnd, lagt er til að hækka viðmiðunarmörk tekna þeirra sem sækja um sérstakan húsnæðisstuðning.
    Bæjarráð samþykkir tillögu fjölskyldunefndar frá 1. janúar 2018.

  3. Málsnúmer 2017090182.
    Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
    Erindi frá RB um styrk til náms í leikskólakennarafræðum. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fræðslustjóra.

  4. Málsnúmer 2017090275.
    Umsókn um styrk frá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu og ÖBÍ.
    Samþykkt að styrkja um kr. 30.000.-.

  5. Málsnúmer 2017060395.
    Erindi frá fjölskyldunefnd dags. 29.06.2017 varðandi Sæbraut 2.
    Erindið lagt fram og vísað til næsta fundar.

  6. Málsnúmer 2017060394.
    Erindi frá fjölskyldunefnd dags. 29.06.2017 varðandi Skólabraut 1.
    Erindið lagt fram og vísað til næsta fundar.

  7. Málsnúmer 2017090130.
    Erindi frá Söngskóla Sigurðar Demetz dags. 14.9.2017.
    Lagt fram.

  8. Málsnúmer 2017070136.
    Ráðning í starf menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar.
    Fulltrúi Intellecta kynnti ráðningarferli og niðurstöðu þess.
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa til bæjarstjórnar til staðfestingar tillögu Intellecta ehf. um að ráða Maríu Björk Óskarsdóttur í starf samskipta- og menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:02

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?