Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 21. september og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sátu Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri og Arnar Jónsson, sérfræðingur frá Capacent.
Undir lið nr. 2 sat Hallgrímur Arnarson og Hafdís Sandholt frá KPMG.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2017020047.
Greining á verkefnum félagsmálasviðs.
Á fundinn mætti Arnar Jónsson frá Capacent og gerði grein fyrir samantekt sinni eftir viðtöl við starfsmenn sviðsins. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Bæjarráð tekur undir sjónarmið ráðgjafans og leggur til að unnið verði með tillögur sem kynntar voru. Bæjarstjóra falið að fylgja þeim eftir.
-
Málsnúmer 2017060228.
Rekstaryfirlit ,,opið bókhald“.
Fulltrúar frá KPMG komu á fund nefndarinnar og kynntu útfærslu þeirra á opnu bókhaldi. -
Málsnúmer 2017090108.
Beiðni Kvenréttindafélag Íslands um styrk vegna námskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og fyrir kynjaþing, dags. 05.09.2017 .
Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.
-
Málsnúmer 2017010137.
Erindi frá fræðslustjóra stuðningur við börn í Leikskóla Seltjarnarness.
Erindi fræðslustjóra lagt fram, bæjarráð samþykkir tillögu um aukin stuðning.
-
Málsnúmer 2016020106.
Lóð undir íbúðakjarna fyrir fatlaða íbúa.
Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðum við Kirkjubraut undir heimili fyrir íbúakjarna fyrir fatlaða íbúa. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið og ræða við Ás styrktarfélag um samstarf.
-
Málsnúmer 2017080684.
Tjarnarstígur 28 – 30 – opið svæði.
Bréf íbúa við Tjarnarstíg 28-30, dags. 29.08.2017 varðandi kaup á opnu svæði er bærinn á við Tjarnarstíg. Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.
-
Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um breytingu á reglugerðum um fjármál sveitarfélaga, dags. 12.09.2017 og Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar, dags. 12.09.2017.
Lögð fram.
-
Bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands um ritið Vistgerðir Íslands, dags. 08.09.2017.
Lögð fram.
-
Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um Samgönguþing 2018, dags. 29.09.2017.
Lagt fram
-
Bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands varðandi útgáfu á riti um mikilvægi fuglasvæði á Íslandi, dags. 24.08.2017.
Lagt fram.
-
Viðhaldsverkefni við Íþróttamiðstöð.
Bæjarstjóri kynnti breytingu á vesturgafl íþróttamiðstöðvar sem fara þarf í nú í haust í samræmi við fyrirhugaða færslu á handboltasal íþróttahúss.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 28 mkr. samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
-
Málsnúmer 2017090200
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2018 (2018-2021) forsendur og verkferlar.
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum og verkferlum við undirbúning fjárhagsáætlunar. Gert er ráð fyrir að fyrri umræða verði í bæjarstjórn 8. nóvember og síðari umræða 22. nóvember.
Tekjur: |
Útsvar: Álagningarhlutfall 13,70% |
Fasteignagjöld: |
Fasteignaskattur, A-hluti – íbúðarhúsnæði, álagningarhlutfall 0,20%, af fasteignamati. |
Fasteignaskattur, B-hluti – opinbert húsnæði, álagningarhlutfall 1,32% af fasteignamati. |
Fasteignaskattur, C-hluti – atvinnuhúsn. og óbyggt land, álagningarhl.1,1875% af fasteignamati. |
Álagningahlutfall fasteignaskatts verði skoðað út frá markaðshækkun á fasteignamati 1.7. 2017 |
Lóðarleiga: A-hluta verður 0,40% og B-hluta 1,75% af fasteignamati lóðar. |
Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,10% af fasteignamati. |
Sorphirða: kr 25.800,-á hverja eign |
Fráveitugjald, 0,14% af fasteignamati. |
Arðgreiðsla Vatnsveitu til Aðalsjóðs á árinu 2017 verður kr. 25.000.000.- og er hún tekjufærð hjá Aðalsjóði. Í ársreikningi A og B hluta er sú tekjufærsla bakfærð. |
Gjalddagar fasteignagjalda eru 10. |
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota, skv. |
samþykktum reglum þar um. Athuga með viðmið |
Gjaldskrár: Hver gjaldskrá skoðuð sérstaklega m.a. út frá vísitölu. |
Gjöld: |
Laun eru hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við |
þau stéttarfélög, sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt. |
Kjarasamningar eru lausir hjá grunnskólakennurum og tónlistakennurum. Í kjarasamningi leikskólakennara |
eru ákvæði um að fylgja kjarasamningi grunnskólakennara. |
Íbúafjöldi: |
Gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 25 á árinu 2018 |
Gera þarf ráð fyrir auknu framlagi til málaflokks fatlaðs fólks þar sem framlag frá jöfnunarsjóð dugar ekki. |
-
13. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. ágúst 2017.Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu sjö mánuði ársins og gerði grein fyrir yfirliti um rekstur málaflokka sama tímabil.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45