Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 24. ágúst og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 1 sat Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Sigrún Edda Jónsdóttir vék af fundi undir lið 1.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2017080460.
Grunnskóli Seltjarnarness - ritfangakaup.
Fyrirspurn frá minnihluta bæjarstjórnar.
1. Hver tók ákvörðun um hvaða fyrirtækjum skyldi boðið að gera tilboð og á hvaða forsendum byggðist það val?
Svar: Stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness ákváðu hvert leitað væri eftir tilboðum. Ákvörðun þeirra byggði á því hvaða aðilar hafa boðið skólum hagstætt verð á undanförnum árum á þeim vörum sem átti að kaupa.
2. Hvers vegna var ekki leitað til allra stærri fyrirtækja á þessum markaði?
Svar: Sjá svar við spurningu 1.
3. Hver tók ákvörðun um val á tilboði?
Svar: Stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness.
4. Var leitað ráðgjafar einhverra við gerð tilboðsgagna og val á tilboðinu sem tekið var? Innan eða utan bæjarkerfisins?
Svar: Nei, miðað við umfang kaupanna var ekki talin þörf á að leita ráðgjafar að þessu sinni. Við val á tilboðinu sem gengið var að, var litið til þess að það var hastæðast skólanum og sveitarfélaginu.
5. Kom formaður skólanefndar með einhverjum hætti að þeim þáttum sem nefndir eru hér á undan?
Svar: Nei.
Einnig var lagt fram minnisblað fræðslustjóra varðandi þessa fyrirspurn.
-
Málsnúmer 2017080454.
Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.02.2017 varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins. Lagt fram. -
Málsnúmer 2017080461.
Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21.08.2017 varðandi uppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila . Lagt fram.
-
Málsnúmer 2016110017.
Innleiðing hágæða almenningssamgangna - Borgarlínu.
Bréf Minjastofnunar Íslands vegna Borgarlínu. Lagt fram.
-
Málsnúmer 2016040004.
Nes I.
Bæjarráð samþykkir kaup úr landi Nesja I fastanúmer 117875, 2,1586% af 16 he lóð á Seltjarnarnesi. Kaupverð 6 mkr. Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi.
-
Málsnúmer 2017070130.
Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi.
Lagt fram umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi Eiðismýri 20, sótt er um leyfi fyrir minni gistiheimili í flokki II. Bæjarráð samþykkir.
-
Málsnúmer 2017070044.
AFA JCDecaux biðskýli.
Bréf AFA JCDecaus dags. 23.06.2017 varðandi uppsögn á samningi um biðskýli, samkvæmt samning við bæinn frá 1. júlí 1998. Lagt fram.
-
Málsnúmer 2017070005.
Samstarfssamningur við sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju.
Bæjarráð samþykkir nýjan samstarfssamning við sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju til næstu 4 ára, 2018-2021. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum.
-
Málsnúmer 2017070006.
Landssöfnun Vinátta í verki vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi 18. júlí sl.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27.06.2017 varðandi styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki, lagt fram. Samþykkt að styrkja verkefnið að fjárhæð kr. 150.000.- .
-
Málsnúmer 2017060072.
Opnunartími sundlaugar.
Erindi frá ÍTS dags. 22.06.2017 varðandi lengingu á opnunartíma sundlaugar lagt fram. Bæjarstjóra falið að yfirfara kostnaðarútreikning vegna lengingar á opnunartíma og einnig kjarasamninga m.t.t. vaktafyrirkomulags. Erindinu vísað til ÍTS og óskað eftir tillögum fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018.
-
Málsnúmer 2017050012.
Bréf Golfklúbbs Ness dags. 27.04.2017 varðandi Búðastjörn.
Erindinu var vísað til umhverfisnefndar, umsögn umhverfisnefndar lögð fram. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
-
Málsnúmer 2017020057.
Þjónustumiðstöð, lageraðstaða.
Lagt fram minnisblað Gísla Hermannssonar sviðstjóra Umhverfissviðs varðandi greiningu á aðstöðu undir lager, tækjabúnað og þjónustumiðstöð.
-
Málsnúmer 2015110048.
Fræðslu- og söguskilti á Seltjarnarnesi.
Fyrirliggjandi tillögur að fræðslu- og söguskilta á Seltjarnarnesi ræddar. Bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum.
-
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. júní 2017.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu sex mánuði ársins.
Fundi var slitið kl.: 10:20