Fara í efni

Bæjarráð

15. júní 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudag 15. júní , 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Ásgerður Halldórsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2017060228.

    Rekstraryfirlit ,,opið bókhald“.

    Fjármálastjóri sýndi tillögu að útfærslu að kynna og birta reglulega annars vegar rekstrarreiknings og hins vegnar rekstraryfirlit, sundurliðað eftir málaflokkum. Kópavogur, Mosfellsbær og Garðabær hafa nú með mismunandi hætti birt upplýsingar á heimasíðu bæjarins. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra að nálgast verkefnið eins og Mosfellsbær gerir og leggur til að framvegis verðir birtar upplýsingar á þriggja mánaða fresti til að bæta enn frekar úr upplýsingagjöf og gera bæjarbúum kleift að fylgjast nánar með rekstri bæjarins. Samþykkt að hefja birtingu frá og með hausti.

  2. Málsnúmer 2017060093.

    Bréf ÖBÍ varðandi skerðingar og ákvörðun fjárhæða sérstaks húsnæðisstuðnings, dags. 02.06.2017.

    Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar fjölskyldunefndar.

  3. Málsnúmer 2017060079.

    Snorraverkefni.

    Bréf Stjórnar Snorrasjóðs beiðni um styrk fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi.

  4. Málsnúmer 2017060014.

    Bréf Íbúalánasjóðs 24.05.2017 um húsnæðisáætlanir sveitarfélag.

    Lagt fram.

  5. Málsnúmer 2017060017.

    Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) 2016.

    Lögð fram.

  6. Málsnúmer 2017050390.

    Bréf SSH dags. 18.05.2017 varðandi miðlun upplýsinga v. daggæslu í heimahúsum.

    Bæjarráð samþykkir tillögu skólamálanefndar SSH að samkomulagi sveitarfélaganna um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum.

  7. Málsnúmer 2017050392.

    Bréf SSH dags. 18.05.2017 varðandi endurnýjun á þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna.

    Bæjarráð samþykkir tillögu SSH að nýjum þjónustusamningi til þriggja ára.

  8. Málsnúmer 2017050319.

    Erindi frá stjórn Strætó bs dags. 09.05.2017 varðandi kvöld- og næturakstur.

    Umsögn við tillögu sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur þann 9.03.2017 um lengri þjónustutíma strætisvagna á kvöldin og næturakstri strætisvagna um helgar.

    Bæjarráð hefur skoðað framkomna tillögur.
    Kvöldakstur, Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum úr talningakerfi til að meta þörfina áður en ákvörðun er tekin.
    Næturakstur, Bæjarráð telur að núverandi þjónustustig verði óbreytt.

  9. Bréf Umhverfisnefndar 11.06.2017.

    Bréf Umhverfisnefndar júní 2017 lagt fram. Bæjarráð sér ekki ástæðu til að setja vöktun á svæðið að svo stöddu. Ruslafötum hefur verið fjölgað á svæðinu, bílastæði hafa verið löguð og verið er að setja upp frekari skilti um bann við næturgistingu.

  10. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. apríl 2017.

    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu fjóra mánuði ársins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 09:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?