Fara í efni

Bæjarráð

11. maí 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 11. maí , 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir, varamaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2015080012 .

    Bókasafn Seltjarnarness.

    Bæjarstjóri kynnti endurnýjun á samningi fyrir húsnæði bókasafnsins merkt 111-0201 á 2. hæð að Eiðistorgi 11.Samningurinn samþykktur og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  2. Málsnúmer 2017050236.

    Framlenging á sorphirðursamningi.

    Bæjarstjóri kynnti endurnýjun á samningi fyrir sorphirðu á Seltjarnarnesi. Samningurinn samþykktur og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  3. Málsnúmer 2017030121.

    Björgunarsveitin Ársæll.

    Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi við sveitina. Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

  4. Málsnúmer 2017040126.

    Bréf SBÞ og KHJ dags. 23.03.2017 varðandi fyrirspurn um fuglavarp á vestursvæðum.

    Fyrirspurn vísað til Umhverfisnefndar.

  5. Málsnúmer 2017050012.

    Bréf Golfklúbbs Ness dags. 27.04.2017 varðandi Búðatjörn.

    Fyrirspurn vísað til Umhverfisnefndar.

  6. Málsnúmer 2017040092.

    Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 2016.

    Lagt fram.

  7. Málsnúmer 2017030006.

    Íþróttafélagið Grótta 50 ára.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 3.500.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  8. Málsnúmer 201510090.

    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

    Umsagnir um skýrslu nefndar júlí 2016 um Stefnumörkunar í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

    Lagt fram og vísað til Umhverfisnefndar og Menningarnefndar til frekari skoðunar. Lagt til að nefndirnar fundi saman um málið.

  9. Málsnúmer 2015040037.

    Forsögn að deiliskipulagi miðbæjar.

    Umsagnir um forsögn að deiliskipulagi miðbæjar október 2016.

    Lagt fram og vísað til Skipulags- og umferðarnefndar til frekari skoðunar.

  10. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. apríl 2017.

    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu fjóra mánuði ársins.

  11. Austurströnd 7.

    Fulltrúar frá lóðarhöfum mættu á fund bæjarráðs með fulltrúa frá arkitektum Batterísins.

    Sýndar voru hugmyndir m.v. núverandi aðalskipulag.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 09:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?