Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudag 11. maí , 2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir, varamaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015080012 .
Bókasafn Seltjarnarness.
Bæjarstjóri kynnti endurnýjun á samningi fyrir húsnæði bókasafnsins merkt 111-0201 á 2. hæð að Eiðistorgi 11.Samningurinn samþykktur og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2017050236.
Framlenging á sorphirðursamningi.
Bæjarstjóri kynnti endurnýjun á samningi fyrir sorphirðu á Seltjarnarnesi. Samningurinn samþykktur og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Málsnúmer 2017030121.
Björgunarsveitin Ársæll.
Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi við sveitina. Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 2017040126.
Bréf SBÞ og KHJ dags. 23.03.2017 varðandi fyrirspurn um fuglavarp á vestursvæðum.
Fyrirspurn vísað til Umhverfisnefndar.
-
Málsnúmer 2017050012.
Bréf Golfklúbbs Ness dags. 27.04.2017 varðandi Búðatjörn.
Fyrirspurn vísað til Umhverfisnefndar.
-
Málsnúmer 2017040092.
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 2016.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2017030006.
Íþróttafélagið Grótta 50 ára.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 3.500.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
-
Málsnúmer 201510090.
Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
Umsagnir um skýrslu nefndar júlí 2016 um Stefnumörkunar í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
Lagt fram og vísað til Umhverfisnefndar og Menningarnefndar til frekari skoðunar. Lagt til að nefndirnar fundi saman um málið.
-
Málsnúmer 2015040037.
Forsögn að deiliskipulagi miðbæjar.
Umsagnir um forsögn að deiliskipulagi miðbæjar október 2016.
Lagt fram og vísað til Skipulags- og umferðarnefndar til frekari skoðunar.
-
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. apríl 2017.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu fjóra mánuði ársins.
-
Austurströnd 7.
Fulltrúar frá lóðarhöfum mættu á fund bæjarráðs með fulltrúa frá arkitektum Batterísins.
Sýndar voru hugmyndir m.v. núverandi aðalskipulag.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 09:25