Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudag 30. mars, 2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar 2016.
Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir, löggiltir endurskoðendur frá KPMG mætti á fund bæjarráðs.
Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2016, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Seltjarnarnesbæjar 2016 samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Ársreikningur er undirritaður og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 5. apríl og síðari umræða 10. maí 2017.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 09:00