Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudag 9. mars, 2017og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2017030006.
Íþróttafélagið Grótta 50 ára afmæli.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að veita félaginu afmælisgjöf í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarstjóra falið málið.
-
Málsnúmer 2017020082.
31.landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.03.2017.
Bréf um um kjörna landsþingsfulltrúa 2014-2018 lagt fram.
-
Málsnúmer 2017020045.
Suðurströnd 10.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að senda drög lögmanns bæjarins sem svar við bréfi Lex lögmannsstofu dags. 31.01.2017. -
Málsnúmer 2017020008.
Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa fimleikadeildar.
Erindi frá ÍTS dags. 26.01.2017 sent til bæjarráðs til umfjöllunar. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu ÍTS. -
Málsnúmer 20170200056.
Bréf Seltjarnarneskirkju dags. 8.2.2017 lagt fram. Bæjarstjóra falið að ræða við sóknarnefnd um endurskoðun á samningi.
-
Málsnúmer 2013030001.
Bæjarstjóri upplýsti um fund með forsætisráðherra 01.03.2017 varðandi Lækningaminjasafn. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
-
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 28. febrúar 2017.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu tvo mánuði ársins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 9:15