Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudag 26. janúar, 2017 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 5 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri.
Undir lið nr 3 vék Guðmundur Ari Sigurjónsson af fundi.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2017010129.
Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 19.01.2017 varðandi nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit hjá Mannvirkjastofnun.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2017010158.
Erindi frá SKK dags. 25.01.2017 varðandi framleiðslu sjónvarpsþáttar.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, málinu frestað til næsta fundar.
-
Málsnúmer 2017010053.
Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga
Bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu dags. 12.01.2017 beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.- styrk í verkefnið.
-
Málsnúmer 2017010152.
Bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 21.11.2016 umsögn um rekstrarleyfi gistileyfi/heimagisting.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið.
-
Málsnúmer 2016110046/2017010058.
Drög að endurskoðuðum reglum Seltjarnarnesbæjar um úthlutun félagslegra leiguíbúða lögð fram.
Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri lagði fram drög að endurskoðun sem samþykkt voru á fundi fjölskyldunefndar nr. 409, fimmtudaginn 19.01.2017.
Bæjarráð vísar nýjum reglum til staðfestingar í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 2017010128.
Umsókn um styrk.
Erindi frá nemendum á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri varðandi verkefni ,,Einn blár strengur“.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 30.000.- með fyrivara um að ráðstefnan verði haldin.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl.17:59