Fara í efni

Bæjarráð

12. janúar 2017

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudag 12. janúar, 2017 og hófst hann kl. 9:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 5 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri og undir lið nr. 6 sat Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2016120049.

    Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu.

    Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2019 lagður fram.

    Fjármálastjóra falið að ræða við Gróttu varðandi grein 6 í samræmi við umræður á fundinum.

    Bæjarráð samþykkir samninginn sem felur í sér hækkun um kr. 15.313.340,- eða 30,3% frá eldri samningi.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 15.313.340,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  2. Málsnúmer 2016050162.

    Mat á fyrirkomulagi á þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ.

    Bæjarstjóri lagði fram breytingu á erindisbréfi skólanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar í framhaldi að samþykkt bæjarráðs að flytja félagsmiðstöð unglinga og æskulýðsmál yfir á fræðslusvið. Bæjarráð samþykkir ný erindisbréf og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  3. Ályktun frá stjórn félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.

    Bréf stjórnar félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum dags. 31.12.2016 lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ályktun á framfæri við stjórn SSH.

  4. Málsnúmer 2016090001.

    Þjónusta við fatlað fólk.

    Bréf velferðarráðuneytisins dags. 29.12.2016 varðandi undanþágu frá mannfjöldaviðmiðum 4. gr. laga nr. 49/1992. Lagt fram.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

  5. Málsnúmer 2015120003.

    Bakvaktir í barnaverndar- og heimilisofbeldismálum.

    Samningur Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um samstarf um bakvaktir í barnaverndarmálum og málum vegna heimilisofbeldis. Félagsmálastjóri mætti á fund bæjarráðs og lagði til að samningurinn yrði endurnýjaður. Samþykkt að fela félagsmálastjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Mosfellsbæ um samstarf um bakvaktir í barnaverndarmálum og málum vegna heimilisofbeldis.

  6. Málsnúmer 2016120064.

    Umsókn um námsstyrk.

    Umsókn um námsstyrk frá ÓMI dags. 21.12.2016 lagt fram. Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir umsókninni. Bæjarráð samþykkir námsstyrk fyrir vorönn 2017 samkvæmt reglum bæjarins.

  7. Málsnúmer 2016030028.

    Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar.

    Lagt fram, frestað til næsta fundar.

  8. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. nóvember 2016.

    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu ellefu mánuði ársins.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl.09:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?