Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudag 12. janúar, 2017 og hófst hann kl. 9:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið nr. 5 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri og undir lið nr. 6 sat Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2016120049.
Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu.
Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2019 lagður fram.
Fjármálastjóra falið að ræða við Gróttu varðandi grein 6 í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð samþykkir samninginn sem felur í sér hækkun um kr. 15.313.340,- eða 30,3% frá eldri samningi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 15.313.340,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
-
Málsnúmer 2016050162.
Mat á fyrirkomulagi á þjónustu við börn og unglinga hjá Seltjarnarnesbæ.
Bæjarstjóri lagði fram breytingu á erindisbréfi skólanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar í framhaldi að samþykkt bæjarráðs að flytja félagsmiðstöð unglinga og æskulýðsmál yfir á fræðslusvið. Bæjarráð samþykkir ný erindisbréf og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
-
Ályktun frá stjórn félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Bréf stjórnar félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum dags. 31.12.2016 lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ályktun á framfæri við stjórn SSH.
-
Málsnúmer 2016090001.
Þjónusta við fatlað fólk.
Bréf velferðarráðuneytisins dags. 29.12.2016 varðandi undanþágu frá mannfjöldaviðmiðum 4. gr. laga nr. 49/1992. Lagt fram.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
-
Málsnúmer 2015120003.
Bakvaktir í barnaverndar- og heimilisofbeldismálum.
Samningur Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um samstarf um bakvaktir í barnaverndarmálum og málum vegna heimilisofbeldis. Félagsmálastjóri mætti á fund bæjarráðs og lagði til að samningurinn yrði endurnýjaður. Samþykkt að fela félagsmálastjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Mosfellsbæ um samstarf um bakvaktir í barnaverndarmálum og málum vegna heimilisofbeldis.
-
Málsnúmer 2016120064.
Umsókn um námsstyrk.
Umsókn um námsstyrk frá ÓMI dags. 21.12.2016 lagt fram. Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir umsókninni. Bæjarráð samþykkir námsstyrk fyrir vorönn 2017 samkvæmt reglum bæjarins.
-
Málsnúmer 2016030028.
Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar.
Lagt fram, frestað til næsta fundar.
-
Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. nóvember 2016.
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu ellefu mánuði ársins.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl.09:50