Fara í efni

Bæjarráð

23. nóvember 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Miðvikudaginn 23. nóvember og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2015030051

    Samstarf um rekstur fimleikahúss á Seltjarnarnesi.

    Bæjarstjóri upplýsti um málið og leggur til að bæjarráð veiti bæjarstjóra heimild til að undirrita drög að samningi við Reykjavíkurborg um að stækka fimleika og búningaaðstöðu og reka íþróttamannvirki við Suðurströnd á Seltjarnarnesi, dags. í nóvember 2016, ásamt yfirlýsingu um samstarf milli Seltjarnaness, Reykjavíkurborgar, KR og Gróttu, dags. í nóvember 2016.
    Samþykkt bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  2. Málsnúmer 2016090147.

    Bréf Golfklúbbs Ness vegna æfingaaðstöðu.

    Lagt fram bréf GN dags. 27.9.2016 varðandi styrkt vegna æfingaaðstöðu á Eiðistorgi.

    Bæjarráð samþykkir eingreiðslu að fjárhæð kr. 9.000.000.- og rekstarstyrk vegna inniaðstöðu kr. 300.000.- í átta mánuði á árinu 2017. Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 08:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?