Prufa
Fréttir & tilkynningar

02.04.2025
Lokað á bæjarskrifstofu vegna starfsdags
Fimmtudaginn 3. apríl verður þjónustuver og bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar lokuð vegna starfsdags. Finna má helstu símanúmer og netföng stofnana og starfsfólks hér á heimasíðunni auk þess sem senda má tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is. Opið verður eins og venjulega föstudaginn 4. apríl.

02.04.2025
Góð stemning í glerinu
Það er alltaf nóg um að vera í félagsstarfi eldri bæjarbúa eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd sem tekin var í dag þegar að kíkt var óvænt inn á glernámskeiðið í Félagsheimilinu. Stemningin var aldeilis góð, spjallað og hlegið um leið og unnið var hörðum höndum að listaverkunum enda styttist í handverkssýninguna sem haldin verður í maí.