Prufa
Fréttir & tilkynningar

02.04.2025
Lokað á bæjarskrifstofu vegna starfsdags
Fimmtudaginn 3. apríl verður þjónustuver og bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar lokuð vegna starfsdags. Finna má helstu símanúmer og netföng stofnana og starfsfólks hér á heimasíðunni auk þess sem senda má tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is. Opið verður eins og venjulega föstudaginn 4. apríl.

02.04.2025
Góð stemning í glerinu
Það er alltaf nóg um að vera í félagsstarfi eldri bæjarbúa eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd sem tekin var í dag þegar að kíkt var óvænt inn á glernámskeiðið í Félagsheimilinu. Stemningin var aldeilis góð, spjallað og hlegið um leið og unnið var hörðum höndum að listaverkunum enda styttist í handverkssýninguna sem haldin verður í maí.

27.03.2025
Ungir tónlistarnemar gleðja leikskólabörn með tónleikum
Þriðjudaginn 25. mars, heimsóttu ungir nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness leikskólana Mánabrekku, Sólbrekku og Stjörnubrekku og deildu gleði tónlistarinnar. Börnin nutu skemmtilegra tónleika, hlustuðu af áhuga og sungu með af innlifun. Viðburðurinn skapaði yndislega stemningu og færði bæði tónlistarnemum og unga áhorfendum gleði.