Fara í efni

Verkefnastjóri Frístunda- og forvarnarstarfs - laust starf

Seltjarnarnesbær auglýsir eftir verkefnastjóra frístunda- og forvarna í afleysingastarf til eins árs. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk.

Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra frístunda- og forvarnastarfs. Um er að ræða afleysingu til eins árs með starfshlutfall á bilinu 70 - 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Skipulagning og eftirfylgni við forvarnastarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu
  • Aðkoma að skipulagningu og þátttaka í starfsemi félagsmiðstöðvar og ungmennahúss
  • Umsjón með starfsemi ungmennaráðs

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tómstundafræðum, uppeldisfræðum eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af störfum með börnum og ungmennum
  • Samskiptahæfileikar, frumkvæði og skipulagsfærni

Fríðindi í starfi:

  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

Upplýsingar um starfið veitir Baldur Pálsson, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs (baldur@seltjarnarnes.is).

Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Nánari upplýsingar um starfið og skil umsóknar má finna á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2024.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?