Fara í efni

Útboð á framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar

Seltjarnarnesbær leitar tilboða í framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi 2024-2028. Um almennt opið útboð er að ræða sem stendur til kl. 14.00 þann 23. júlí nk.

ÚTBOÐSAUGLÝSING

FRAMLEIÐSLA Á MAT FYRIR LEIK- OG GRUNNSKÓLA SELTJARNARNESBÆJAR 2024-2028.

Seltjarnarnesbær, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi, kt.: 560269-2429, auglýsir eftir tilboðum í verkið:

Verkefnið felst í því að framleiða og framreiða mat fyrir leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi. Um er að ræða þrjá leikskóla með alls um 230 börn og 70 starfsfólk og tvo grunnskóla með alls um 570 nemendur og um 100 starfsfólk. Samningstími er 4 ár með möguleika á framlengingu 2x1 ár.

Útboðið er almennt opið útboð.

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem eru rafræn og verða aðgengileg á https://utbodsgatt.is/seltjarnarnesbaer/framleidsla-mat-leik-og-grunnskola-2024-2028, mánudaginn 10. júní 2024.

Frestur til móttöku tilboða er 23. júlí 2024, kl. 14:00, þar sem tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?