Íbúafundur var haldinn 3. maí sl. þar sem lýsing á skipulagsverkefni vegna Bygggarða var kynnt íbúum.
Fundurinn var vel sóttur, en um sjötíu manns mættu á fundinn.
Með nýjum skipulagslögum er það nýmæli að skipulagsgerð hefjist með kynningu á lýsingu á skipulagsverkefninu.
Seltjarnarnesbær hefur gert samning við AV-arkitekta og kynntu þeir fyrir fundinum nálgun þeirra á verkefninu og fyrstu skref.
Fundarmenn lýstu ánægju sinni með fundinn, enda var það sérstaklega tekið fram að markmið vinnunnar sem framundan væri yrði unnin með gagnsæjum hætti og að aflað yrði víðtækum upplýsingum og sjónarmiðum íbúa og annarra hagsmunaaðila, strax frá upphafi skipulagsvinnunar.
Markmið skipulagstillögunnar sem unnin verður af VA-arkitektum næstu vikurnar er að taka mið af stefnumörkun bæjarstjórnar og samkomulagi bæjarstjórnar við lóðareigendur. Að ný byggð verði órofa hluti bæjarins og falli vel að aðliggjandi útivistarsvæði og að reynt verði að tryggja náttúruútsýni úr sem flestum íbúðum.
Kynning: Deiliskipulag við Bygggarða á Seltjarnarnesi - Lýsing á skipulagsverkefni
Myndir tók Jón Jónsson