Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Áætluð heildarstærð leikskólans er um 2.400 m² , en keppnissvæðið er 9.589 m² að stærð og þar skal gert ráð fyrir leiksvæði, aðkomu og bílastæðum. Nýr leikskóli skal byggður núverandi svæði leikskólans, ásamt svæði sem gengið hefur undir nafninu Ráðhúsreitur. Við ákvörðun þessa reits, undir nýjan leikskóla, var haft að leiðarljósi gott aðgengi að þessum þjónustukjarna og gildandi aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar, sem gerir ráð fyrir að á reit S-3 sé samfélagsþjónusta.
Seltjarnarnesbær leggur áherslu á metnaðarfullar hugmyndir um byggingu leikskóla á þessum stað sem myndar sterka byggingarlega heild með núverandi umhverfi og byggingum á svæðinu. Staðsetning byggingarinnar skal falla sem best inn í umhverfið og skyggja sem minnst á aðliggjandi lóðir og útivistarsvæði leikskólans. Mikil áhersla er lögð á góða aðstöðu fyrir börn og starfsfólk auk þess sem leggja skal áherslu á góða nýtingu rýmis og samspil úti- og innisvæða. Við hönnun skal leggja áherslu á hagkvæmni í byggingu og rekstri. Hugað skal að mannlífi bæði innan- og utandyra og að líf þeirra sem þarna dvelja verði gott, þægilegt, líflegt og skemmtilegt. Nýr leikskóli verður í góðum tengslum við aðrar þjónustustofnanir m.a. félagsheimili, íþróttahús, Hreyfiland og bókasafn bæjarins, en nánar má lesa um hönnunarsamkeppningana í keppnislýsingu vegna hennar