196. (19) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 19. september 2007, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans, Guðbjörg Jónsdóttir leikskólastjóri, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri sviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Málefni tónlistarskóla við upphaf skólaárs. Málsnúmer 2007050024.
Skólastjóri gerði grein fyrir helstu málefnum skólans við upphaf skólaárs. Innritað var rafrænt í skólann í fyrsta skipti vegna þessa árs. Nemendur skólans eru rúmlega 300 þetta skólaár sem er fjölgun um rúmlega 20 frá því í fyrra. Nemendur sem stunda nám í tónlistarskólum utan lögheimilissveitarfélags eru 41. 13 nemendur eru í Tónlistarskóla Seltjarnarness sem eru með lögheimili annars staðar. Nemendum á mið- og framhaldsstigi fer fjölgandi en alls eru um 60 nemendur á þessum stigum í skólanum.
Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 08:35 og Guðbjörg Jónsdóttir, Bryndís Loftsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir komu á fundinn.
- Fundargerðir leikskólastjórafunda. Málsnúmer 2006120051 og 2007090050.
Fundargerðir 9. og 10. fundar skólaársins 2006/2007 og 1. fundar skólaársins 2007/2008 lagðar fram og ræddar.
- Skýrsla vegna námsferðar til Prag. Málsnúmer 2007090051.
Leikskólafulltrúi kynnti og lagði fram skýrslu um kynnisferð starfsmanna leikskólanna til Prag.
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir vék af fundi kl. 09:00.
- Tölulegar upplýsingar úr leikskólastarfi í september 2007. Málsnúmer 2007090051.
Leikskólafulltrúi kynnti samantekt á tölulegum upplýsingum um leikskólana.
- Niðurstöður foreldrakönnunar frá síðasta vori. Málsnúmer 2007090051.
Leikskólafulltrúi fór yfir niðurstöður foreldrakönnunar er gerð var í leikskólunum síðast liðið vor. Svörun við könnuninni var mjög góð og ríkir almenn ánægja meðal foreldra með starfsemi leikskólanna.
- Endur- og símenntun starfsmanna leikskóla. Málsnúmer 2007090052.
Leikskólafulltrúi kynnti samstarf Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Garðabæjar um endur- og símenntun starfsmanna leikskóla.
- Tillaga að viðmiðunarreglum vegna barna sem fara á milli leikskóla. Málsnúmer 2006020023.
Leikskólafulltrúi kynnti drög að nýjum reglum varðandi börn er sækja leikskóla utan lögheimilissveitarfélags. Í reglunum er lagt til að farið verði eftir viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar greiðslur og tilhögun. Samþykkt samhljóða.
- Greinargerð um sumarlokanir leikskóla. Málsnúmer 2007070020.
Greinargerð leikskólafulltrúa lögð fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.
- Tillaga um heimgreiðslur til foreldra. Málsnúmer 2007090021.
Formaður skólanefndar kynnti tillögu sína um heimgreiðslur til foreldra og útfærslu á henni. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.
- Tillaga um nettengingar starfsmanna er sinna kennslu. Málsnúmer 2007070032.
Formaður skólanefndar kynnti tillögu meirihlutans um að starfsmenn er sinna kennslu í 75% stöðuhlutfalli eða hærra skólum bæjarins verði séð fyrir háhraða nettengingu á kostnað bæjarins. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.
- Styrkbeiðni. Málsnúmer 2007090064.
Skólanefnd tekur jákvætt í málið en vísar styrkbeiðninni til fjárhags- og launanefndar.
- Umsögn um skólastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Málsnúmer 2007090066.
Drög og greinargerð vegna skólastefnu SÍS lögð fram en Sambandið hefur óskað eftir umsögn um hana. Framkvæmdastjóra falið að skrifa umsögn um stefnuna fyrir hönd skólanefndar og bæjarins.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:04.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)