141. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 29. júní, 2023 kl. 08:15
Nefndarmenn: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson
Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
1. 2023020196 - Deiliskipulag, Undrabrekka - reitur S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness
Lagðar fram athugasemdir og umsagnir við tillögu að deiliskipulagi Undrabrekku - reit S-3 í Aðalskipulagi Seltjarnarness.
Eftirfarandi athugasemdir bárust frá íbúum Selbrautar 42 og 44.
Hljóðvist: Í dag er það þannig að hávaði í viftu eða loftræstingu núverandi skóla heyrist við ákveðin skilyrði að það raskar nætursvefn. Við höfum látið starfsmenn bæjarins vita af þessu og óskað eftir því að þetta verði lagfært. Við viljum að tryggt sé að nýja byggingin sé þannig gerð að ekki sé blásið úr loftrásum eða viftum í átt að húsum á Selbraut.
Við hönnun nýs leikskóla verður gætt sérstaklega að hljóðvist, þar á meðal frá loftræstikerfum.
Lýsing: Sterk lýsing er nú frá leikskólanum, sem endurkastast að húsunum á Selbraut. Okkar ósk er að sem minnst truflun skapist af lýsingu á lóð leikskólans.
Við hönnun nýs leikskóla verður gætt sérstaklega að hönnun lýsingar innanhúss og á lóð, gætt verður sérstaklega að því að lýsing frá lóð trufli ekki íbúa.
Einnig viljum við sjá og eftir atvikum fá að gera athugasemdir við hönnun á þeim hluta byggingarinnar, sem snýr að húsum á Selbraut, hvað varðar t. d. glugga og lýsingu. Svo og önnur atriði, sem hefur ekki verið greint frá í kynningu, en snert gæti eða komið næsta nágranna við. Erum tilbúin að sækja fund með ykkur og fá kynningu.
Bæjarstjórn áformar að halda kynningarfund fyrir íbúa Seltjarnarness þegar hönnun húsnæðis liggur fyrir.
Að öðru leyti erum við ánægð með leikskóla, sem næsta nágranna og útfærsluna, sem unnið er eftir.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að lokinni umfjöllun bæjarstjórnar felur skipulags- og umferðarnefnd skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til yfirferðar og staðfestingar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
2. 2023060127 - Bygggarðar - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - Djúpgámar
Lögð fram umsókn JÁverk ehf. um breytingu á deiliskipulagi Bygggarða, dagsett 19. júní 2023, þar sem óskað er eftir að afmarkaðar verði lóðir fyrir djúpgáma á svæðinu ásamt því að þakkótum á tveimur lóðum er breytt.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kanna hvort tillagan felur í sér kostnaðarauka fyrir Seltjarnarnesbæ vegna breyttrar sorphirðu og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
3. 2023040100 - Melabraut 16 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis frá Jóhanni Einari Jónssyni, fyrir hönd eiganda Melabrautar 16, dagsett 23. maí 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í sex og nýtingarhlutfall fari úr 0,59 í 0,73. Málið var áður að dagskrá 140. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem samþykkt var að auglýsa breytinguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var tekið fyrir á 967. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þar sem því var vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu.
4. 2023030040 - Hofgarðar 16 - Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða - breyting vegna Hofgarða 16
Lagðar fram athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi Bollagarða og Hofgarða sem grenndarkynnt var íbúum við Hofgarða og Melabraut.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið með umsækjanda og þeim sem lögðu fram athugasemdir.
5. 2023050144 - Nesvegur 105 - byggingarleyfi
Lögð fram umsókn Guðna Valbergs fyrir hönd eiganda Nesvegar 105, dagsett 17. maí 2023, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 24m2 viðbyggingu og breytingum innanhúss. Málið var áður á dagskrá 140. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem því var frestað.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.
6. 2023060079 - Græni stígurinn - Frumgreining - Beiðni um umsögn - Umhverfismál
Lögð fram frumgreining á mögulegri legu Græna stígsins, dagsett 1. júní 2023, ásamt umsagnarbeiðni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 10. júní 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumdrög að mögulegri legu Græna stígsins að svo stöddu en leggur áherslur á að gætt sé að vatnsverndarsvæðum við endanlega útfærslu stígsins. Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.
7. 2023060084 - Umsögn við aðalskipulag Mosfellsbæjar
Lögð fram frumdrög að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem er nú kynnt á vinnslustigi og óskað eftir athugasemdum og ábendingum fyrir 12. ágúst 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi frumdrög að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.
8. 2023060128 - Þróunaráætlun húsnæðisuppbyggingar Seltjarnarnes 2020-2024 - Stöðumat
Kynnt þróunaráætlun húsnæðisuppbyggingar á Seltjarnarnesi 2020-2040.
Lagt fram til kynningar.
9. 2023060138 - Skólabraut 1 - byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 20. júní 2023, fyrir leikskólabyggingu á lóðinni Skólabraut 1.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.
10. 2023060086 - Fornaströnd 19 - byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 13. júní 2023, fyrir garðskála á lóðinni Fornuströnd 19.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.
11. 2023060110 – Kirkjubraut 2 - byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 15. júní 2023, fyrir endurbótum og breytingum á lóðinni Kirkjubraut 2.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.
Fundi slitið: 09:34