407. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 17:00 – 18:30
Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Magnús Margeirsson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Jódís Bjarnadóttir sátu einnig fundinn.
-
Trúnaðarmál. Undanþága.
-
Trúnaðarmál, áfrýjun.
-
Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags 1.11.2016 kynnt.
-
Yfirlit Barnarnverndarstofu yfir umsóknir í MST meðferð lagt fram til kynningar og greint frá fundi með tveimur starfsmönnum stofunnar nýverið. Mat þeirra er að MST meðferðarúrræði hafi nýst vel hér. Rætt um Ester mælitælið í barnavernd og notkun þess.
-
Bakvaktir í barnavernd og heimilisofbeldi. Jódís greindi frá hvernig samstarfið um bakvaktir við Mosfellsbæ hefði gengið frá 1.1.2016. Samþykkt að halda verkefninu áfram á næsta ári.
-
Minnisblað frá fundi 26.10.2016 með fulltrúum Reykjavíkur vegna breytinga á samstarfi í málefnum fatlaðs fólks. Fjölskyldunefnd ítrekar við bæjarstjórn nauðsyn þess að strax verði hafist handa við að finna lóð og hanna byggingu nýs búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk.
-
Forsögn/skipulagslýsing að deiliskipulagi miðbæjar. Frestað til næsta fundar.
-
Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Frestað til næsta fundar.
-
Félagslegar leiguíbúðir. Kynntur biðlisti. Ræddar lausnir í leiguíbúðarmálum. Fjölskyldunefnd telur rétt að breyta reglum um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Félagsmálastjóra falið að hefja vinnu við það.
-
Fyrirspurn varðandi ummæli um Seltjarnarnes í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík „Fólkið í skugganum“. Upplýst að búið sé að óska skýringa hjá Rauða krossinum á ummælunum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) Jódís Bjarnadóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)