Fara í efni

Fjölskyldunefnd

09. nóvember 2016

407. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Magnús Margeirsson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Jódís Bjarnadóttir sátu einnig fundinn.

  1. Trúnaðarmál. Undanþága.

  2. Trúnaðarmál, áfrýjun.

  3. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags 1.11.2016 kynnt.

  4. Yfirlit Barnarnverndarstofu yfir umsóknir í MST meðferð lagt fram til kynningar og greint frá fundi með tveimur starfsmönnum stofunnar nýverið. Mat þeirra er að MST meðferðarúrræði hafi nýst vel hér. Rætt um Ester mælitælið í barnavernd og notkun þess.

  5. Bakvaktir í barnavernd og heimilisofbeldi. Jódís greindi frá hvernig samstarfið um bakvaktir við Mosfellsbæ hefði gengið frá 1.1.2016. Samþykkt að halda verkefninu áfram á næsta ári.

  6. Minnisblað frá fundi 26.10.2016 með fulltrúum Reykjavíkur vegna breytinga á samstarfi í málefnum fatlaðs fólks. Fjölskyldunefnd ítrekar við bæjarstjórn nauðsyn þess að strax verði hafist handa við að finna lóð og hanna byggingu nýs búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk.

  7. Forsögn/skipulagslýsing að deiliskipulagi miðbæjar. Frestað til næsta fundar.

  8. Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Frestað til næsta fundar.

  9. Félagslegar leiguíbúðir. Kynntur biðlisti. Ræddar lausnir í leiguíbúðarmálum. Fjölskyldunefnd telur rétt að breyta reglum um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Félagsmálastjóra falið að hefja vinnu við það.

  10. Fyrirspurn varðandi ummæli um Seltjarnarnes í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík „Fólkið í skugganum“. Upplýst að búið sé að óska skýringa hjá Rauða krossinum á ummælunum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) Jódís Bjarnadóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?