Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. janúar 2015

389. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 20. janúar 2015 kl. 17:00 – 18:10

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, María Fjóla Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Ragna Dögg Sigurðardóttir sátu einnig fundinn.

  1. 1.1.Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
    1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
  2. Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra. Kynnt hvernig ferðaþjónustan hefur gengið frá áramótum og lagt fram minnisblað frá Strætó bs um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, dags 13. janúar 2015. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu og lagði fram minnisblað um hvernig þjónustan hefði gengið gagnvart Setirningum.
  3. Rædd tillaga frá bæjarstjórnarfundi 15. desember 2014 um íbúaþing um málefni aldraðs fólks. Fjölskyldunefnd samþykkir að fela félagsmálastjóra að hefja vinnu að undirbúningi þess og leggja fram mótaðar tillögur á næsta fundi.
  4. Kynnt skýrsla um sameiginlega bakvakt barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan var unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2014. Fjölskyldunefnd fagnar skýrslunni og mælir með áframhaldandi samstarfi um bakvaktir.
  5. Málefni fatlaðra. Samningar við Reykjavíkurborg um þjónustu við fatlaða féllu úr gildi 1.1.15 en gerður hefur verið bráðabirgðasamningur um framlengingu þeirra meðan unnið er að gerð nýrra samninga.
  6. Önnur mál. Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að 2 áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs sitji fundi nefndarinnar líkt og er í flestum öðrum nefndum bæjarins. Þeir víki af fundum þegar trúnaðarmál eru til umfjöllunar og fundirnir verði skipulagðir með það í huga.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Marí Fjóla Pétursdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign) og Ragna Dögg Þorsteinsdóttir (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?