-
fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 17:00 – 18:20
Mættir: Magnús Margeirsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og Sigrún Hv. Magnúsdóttir undir 1. lið.
-
Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál. -
Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 2.5.2013, 13.6.13 og 6.09.13, lagðar fram og ræddar.
-
Ársskýrsla Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk fyrir árið 2012 ásamt fylgiskjölum kynnt.
-
Erindisbréf fyrir félagsmálanefnd Seltjarnarness lagt fram og kynnt.
-
Félagsstarf aldraðra - dagskrá og tilhögun starfsins kynnt. Ráðið felur félagsmálastjóra og umsjónarmanni félagsstarfs aldraðra að kanna í samstarfi við grunnskólann aðstoð eldri bæjarbúa við lestur, svipað og gert hefur verið í nokkrum öðrum skólum og kallað „ömmulestur“.
-
Fjárhagsáætlun 2014 - félagsmálastjóri gerði grein fyrir drögum að áætlun 2014. Vegna þjónustu við aldraða var vakin athygli á fjölda 67 ára og eldri í bæjarfélaginu en þeir eru um 600 eða 13,8% af heildaríbúafjölda.
-
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20
Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)