Fara í efni

Fjölskyldunefnd

27. febrúar 2012
  1. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 27. febrúar 2012 kl. 17:00 – 19:10

    Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Starfsmenn: Snorri Aðalsteinsson.

    1. Félags- og tómstundastarf eldri borgara. Kristín Hannesdóttir umsjónarmaður starfsins mætti á fundinn og kynnti skýrslu sem hún tók saman um tómstundir, félagsstarf og forvarnir eldra fólks á Seltjarnarnesi. Kynnt var dagskrá félagsstarfsins og hvaða breytingar hafa orðið á því s.l. vetur. Fyrirspurn kom um hve miklu fjármagni væri gert væri ráð fyrir í langtímafjárhagsáætlun til viðbyggingar við félagsaðstöðuna á Skólabraut. Félagsmálastjóri tók að sér að kanna það. Rætt um hvort bæklingur með upplýsingum um félags- og tómstundastarf eigi að veita upplýsingar um fleiri þætti í þjónustu við aldraða. Starfsmönnum falið að móta tillögur þar um.

    2. Sérstakar húsaleigubætur. Félagsmálastjóri kynnti efni skýrslu sem hann tók saman um sérstakar húsaleigubætur.

    3. Lagðar fram fundargerðir 6., 7. og 8. fundar Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk dags. 15.12.11, 15.01.12, 8.2.12. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir helstu atriðum fundargerðanna og svaraði spurningum varðandi þær.

    4. Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar byggingar heimilis fyrir fatlað fólk við Hofgarða. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir efni þess.

    5. Lokaskýrsla framtíðarhóps SSH um málefni innflytjenda. Niðurstöður hópsins kynntar. Félagsmálaráð tekur undir niðurstöður starfshópsins um nauðsyn á samráði sveitarfélaganna um málefni innflytjenda, samræmingu reglna um túlkaþjónustu og að nánar verði skoðað á vettvangi SSH með hvaða hætti aðilar geti átt samvinnu um málefnið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?