367. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 31. mars 2011 kl. 17:00 – 18:40
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Einnig sátu fundinn Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir.
-
Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál, 1.1 fært í trúnaðarmálabók 1. mál
1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. má
1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
1.4 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál -
Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 15. febrúar 2011 lögð fram.
-
Erindi Barnaverndarstofu, dags. 15.2.11, um tilraunaverkefni þar sem fagfólk fylgir lögreglu við útköll vegna heimilisofbeldis hvenær sem er sólarhringsins. Félagsmálaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu samkvæmt þeim skilmálum sem lýst er í bréfinu.
-
Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
-
Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.
-
Umsókn um styrk til starfsemi Sjálfsbjargar. Samþykkt að veita styrk, 20.000.- kr.
-
Umsókn um styrk til starfsemi Sjónarhóls. Samþykkt að veita styrk, 20.000.- kr.
-
Umsókn um styrk til starfsemi Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimers-sjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. Samþykkt að veita styrk 20.000.- kr.
-
Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 20.000.- kr.
-
Beiðni um styrk til starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Beiðninni hafnað. Félagsmálaráð telur styrkbeiðnina falla undir heilbrigðismál.
-
Kynnt námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir kjörna sveitarstjórnarfulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga sem haldið verður 13.4. n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign) Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)