366. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 17:00 – 19:10
Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Laufey Gissurardóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Magnús Margeirsson boðaði forföll. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat einnig fundinn.
-
Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál -
Greint frá úthlutun félagslegra leiguíbúða, flutningi á milli íbúða og farið yfir biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði.
-
Kynntur samningur Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um sameiginlegt þjónustusvæði bæjarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk, dags. 12.1.11 Félagsmálastjóri fór yfir samninginn og gerði grein fyrir efni hans.
-
Bréf nemenda í glerlist í félagsstarfi aldraðra dags. 24.1.11 rætt. Félagsmálastjóra falið að funda með hlutaðaeigandi starfsmanni.
-
Kynntar breytingar á framfærslugrunni fjárhagsaðstoðar miðað við breytingar á neysluverðsvísitölu jan 2010/ jan 2011 sbr. 5. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar.
-
Lagt fram bréf Velferðarráðherra, dags. 3. jan. 11 þar sem ráðherra beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi einstaklingum sambærilega fjárhæð til framfærslu og atvinnuleysisbætur.
-
Félagsmálastjóri greindi frá áformum foreldra þriggja fatlaðra einstaklinga um stofnun sjálfseignarstofnunar með það að markmiði að byggja íbúðarhúsnæði með 4 íbúðum fyrir einstaklinga með einhverfu eða svipaða fötlun. Hafa þeir leitað liðsinnis bæjaryfirvalda með lóð undir hús og funduðu nýverið með bæjarstjóra og félagsmálastjóra. Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindi þetta og fagnar þessu framtaki.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10