364. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn á Skólabraut 3-5, fimmtudaginn 28. október 2010 kl. 16:15 – 19:02
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Laufey Gissurardóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og Ægir Örn Sigurgeirsson nemi í félagsráðgjöf sat einnig fundinn.
- Fundarmenn kynntu sér þjónustu Seltjarnarnesbæjar á Skólabraut 3-5. Sigríður Karvelsdóttir skýrði frá þjónustu dagvistar aldraðra og Ingibjörg Hjartardóttir greindi frá félags- og tómstundastarfi og var fundarmönnum sýnt húsnæði og aðstaða fyrir starfsemina. Fyrirspurnir og umræður.
- Trúnaðarmál.
2.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
2.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál
2.3 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál - Ályktun velferðarvaktarinnar í upphafi skólaárs, dags. 1.september 2010, lögð fram og kynnt.
- Beiðni um fjárhagsstuðning frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, dags. 5. sept. 2010. Samþykkt að styrkja Mæðrastyrksnefnd um 75.000.- kr.
- Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 5. október 2010 lögð fram og kynnt.
- Upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur greint eftir mánuðum s.l. þrjú ár kynntar
- Tekið fyrir erindi ÓB ráðgjafar varðandi námskeið fyrir verðandi foreldra og foreldra ungra barna. Samþykkt var þann 27.4.2009 að taka þátt í verkefninu gegn greiðsluþátttöku foreldra og hámarksþátttakendafjöldi yrði 10 á árinu. Þátttaka hefur verið mjög lítil og er óskað eftir að sá hluti styrkjarins sem ekki nýttist verði notaður til að boða nýorðna foreldra á kynningarfundi. Félagsmálaráð hafnar þessari tillögu um breytta notkun styrkjar og flutnings hans milli ára.
- Önnur mál.
-
Rædd fyrirspurn frá fulltrúa í félagsmálaráði varðandi barnavernd.
-
Félagsmálastjóri greindi frá tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.
Fundi slitið kl. 19:02
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)