362. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 20. maí 2010 kl. 17:00 – 19:05
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Árni Einarsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Anna Kristín Guðmannsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.
Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
1.4 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál
1.5 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 5. mál- Upplýsingar um fjölda atvinnulausra á Seltjarnarnesi og nánari tölfræðileg greining á atvinnuleysi eftir kyni, aldri, starfsgrein, menntun og lengd atvinnuleysis unnin af Vinnumálastofnun lögð fram.
- Kynnt bréf Velferðarvaktarinnar dags. 20. apríl 2010 þar sem hvatt er til umræðu um fjölbreytileg úrræði í barnavernd.
- Félagsmálastjóri greindi frá hvernig vinnu á vettvangi SSH vegna tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna miðar. Einnig greint frá annarri undirbúningsvinnu. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til að fjalla nánar um tilfærsluna en í nefndinni eru félagsmálastjóri, Erlendur Magnússon og Ragna Kristín Marinósdóttir. Nefndin hefur þegar fundað.
- Fundargerð samráðshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dags. 23.03.2010 lögð fram. Sigrún Hv. Mangúsdóttir sagði nánar frá störfum samráðshópsins.
Í lok fundar þakkaði Ragnar Jónsson formaður nefndarmönnum í félagsmálaráði og starfsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson