354. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 17:00 – 19:25
Mættir: Ragnar Jónsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Magnús Margeirsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.
- Barnavernd. Á fundinn mættu starfsmenn Barnaverndarstofu, þær Steinunn Bergmann félagsráðgjafi og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur. Farið var yfir þau verkefni sem barnaverndarnefnd og starfsmenn hennar eru að fást við og hvernig staðan væri í barnaverndarmálum í bæjarfélaginu. Einnig var rædd framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun nefndarinnar. Ræddar voru hugmyndir um sameiginlega bakvakt með öðrum sveitarfélögum. Barnaverndarstofa hefur fundað undanfarið með barnaverndarnefndum landsins til þess að kynna sér starfsálag hjá nefndunum í kjölfar efnahagsvanda þjóðarinnar.
- Trúnaðarmál.
2.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
2.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál
2.3 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 3. mál - Fundargerð starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dags. 19. maí 2009 kynnt.
- Önnur mál. Greint frá því að Mænuskaðastofnun Íslands hefði fengið aðstöðu í Mýrarhúsaskóla eldri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25
Ragnar Jónsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Pétur Árni Jónsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)