332. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 24. maí 2007 kl. 17:00 – 18:20
Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Ragnar Jónsson og Snorri Aðalsteinsson.
- Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
1.2 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál
- Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 7. maí 2007 lögð fram.
- Erindisbréf fyrir félagsmálaráð Seltjarnarness lagt fram. Félagsmálaráð gerir þær athugasemdir við bréfið að ráðið fer ekki með verkefni jafnréttisnefndar og daggæsla í heimahúsum hefur verið færð til skólanefndar. Koma þarf fram í erindisbréfinu hvernig standa skal að skipan í félagsmálaráð sem einnig fer með verkefni barnaverndarnefndar, sbr. 1. mgr.. 11. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002
- Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 7. maí 2007 lögð fram. Samþykkt að vísa fundargerðinni til bæjarstjórnar.
- Ræddar breytingar í öldrunarþjónustu með haustinu.
- Starfsmannahald félagsþjónustu. Félagsmálaráð telur mikilvægt að starf unglingaráðgjafa/félagsráðgjafa haldi áfram en starfið er tilraunaverkefni til eins árs frá 1.11.06. Félagsmálastjóra falið að rita bréf til fjárhags- og launanefndar vegna þessa.
- Önnur mál. Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna húsnæðis í bæjarfélaginu sem er í niðurníðslu og til stendur að rífa. Slæm umgengni er í og við þessi hús og ónæði frá þeim gagnvart nágrönnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20
Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)