Fara í efni

Fjölskyldunefnd

324. fundur 17. október 2006

324. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 17. október 2006 kl. 17:00 – 18:40

Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.

1.            Trúnaðarmál.

1.1          Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál

1.2         Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 2. mál

2.             Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 2. október 2006 lögð fram. Snorri Aðalsteinsson fór yfir helstu liði fundargerðarinnar.

3.             Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 21.9.2006 lögð fram. Sigrún Hv. Magnúsdóttir gerði grein fyrir fundargerðinni.

4.             Lögð fram drög að samningi Seltjarnarnesbæjar við Mími –símenntun ehf um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Afgreiðslu frestað. Ákveðið að kanna nánar hvernig styrkveitingum frá stéttarfélögum er háttað varðandi íslenskunám, einnig hvort samningur þessi heyri ekki frekar undir þjónustu fræðslu- og menningarsviðs. 

5.             Lagt fram erindi Þóris Guðbergssonar um hjúkrunarheimili, undirbúning og rekstur, dags. 19.9.2006. Formaður gerði grein fyrir málinu.

6.             Bréf Rauða kross Íslands um aðilaskipti að rekstri Alþjóðahúss, dags. 13.9.06, og bréf stjórnar Alþjóðahússins um framlengingu þjónustusamnings, dags. 28.9.2006 kynnt. Félagsmálaráð mælir með að þjónustusamningur verði framlengdur um eitt ár. Samþykkt að vísa erindinu til fjárhags- og launanefndar.

7.             Beiðni um fjárstuðning Seltjarnarnesbæjar við forvarnarstarf SAMAN – hópsins á árinu 2006.  Samþykkt að styrkja um 25.000.- kr.   

8.             Beiðni um fjárstyrk vegna útgáfu greinasafnsins Heilbrigði og heildarsýn. Samþykkt að kaupa eitt eintak af bókinni.

9.             Umsókn um námsstyrk frá starfsmanni félagssviðs, dags. 5.10.2006. Félagsmálaráð samþykkir að vísa erindinu til úrlausnar fjárhags- og launanefndar. Einnig að óska umsagnar frá öldrunarfulltrúa.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

Berglind Magnúsdóttir (sign),
Magnús Margeirsson (sign),
Edda Kjartansdóttir (sign),
Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign),
Pétur Árni Jónsson (sign),
Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign),
Snorri Aðalsteinsson (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?