313. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 15. september 2005 kl. 17:00 – 18:17.
Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún B Vilhjálmsdóttir, Grímur Sigurðsson, Ingibjörg S. Benediktsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson sem ritaði fundargerð.
1. Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
2. Aðalskipulag 2006 – 2024. Drög til umræðu send til nefnda. Drögin afgreidd án athugasemda. Nefndin vill þó ítreka að vel verði gætt að málefnum fatlaðra við skipulagningu göngustíga og aðgengi að stofnunum bæjarins.
3. Umsögn um drög að fjölskyldustefnu. Eftirfarandi athugasemdir voru gerðar;
a. Í kaflanum ”Grunnskóli” á bls. 3 bætist við í þriðja lið; ... námsráðgjafa, iðjuþjálfa, ”félagsráðgjafa” ...
b. Í kaflanum “Málefni aldraða” á bls. 4 bætist eftirfarandi texti við á eftir allt að 100% afslátt. “Starfandi er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöð Seltjarnarness sem sinni sérstaklega heilsugæslu aldraðra".
c. Í kaflanum “Málefni aldraða” á bls. 4 falli út “t.d. pútt í golfi í samstarfi við golfklúbbinn, göngur í samtarfi við Trimmklúbbinn, vatnsleikfimi”.
d. Í sama kafla á bls. 4 falli út ”í samstarfi við skólana, og með því að koma upp tölvu í húsi aldraðra við Skólabraut”
e. Í sama kafla á bls. 5 falli niður ”og bjóðist öldruðum sem þarfnast þjónustu þess að dveljast sem næst heimahögum.”
f. Í kaflanum ”Forvarnir og fræðsla” falli niður á bls. 6 ”hættu áður en þú byrjar”
g. Í sama kafla á bls. 5 bætist við inn í setninguna; Gæta skal ... standa illa ”félags- og/eða fjárhagslega.”
h. Í kaflanum ”Húsnæðismál” á bls. 8 falli út orðið ”efnaminni”
i. Nefndin bendir á að fara þurfi betur yfir efni fundagerðar nefndar um fjölskyldustefnu frá 26. ágúst 2005
4. Bréf Barnaverndarstofu, dags. 25.08.2005 ásamt tölulegum upplýsingum lagt fram.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18:17
Grímur Sigurðsson (sign), Sigrún Edda Jónsdóttir (sign), Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign), Ingibjörg S. Benediktsdóttir (sign) Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)