466. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2023, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir. Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jóhanna Ósk Ásgerðardóttur sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson sviðsstjóri
Dagskrá:
1. 2023040209 - Heimilislausir með fjölþættan vanda
Skýrsla samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra var lögð fram til kynningar.
Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir kom til fundar kl. 8:35.
2. 2023040222 - Félagsleg heimaþjónusta á Seltjarnarnesi
Sviðsstjóri fjölskyldsviðs og umsjónarkona málefna fatlaðs fólks fóru yfir þjónustuna, eðli hennar, umfang og framkvæmd.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:15.