457. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 8. febrúar 2022, kl. 08:00 Í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Árni Á. Árnason. Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi, Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Jóhanna Ósk Ó. Ásgerðardóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði: Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson
- 2021120109 - Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.
Fjölskyldunefnd samþykkir reglur um úthlutun íbúða í sértæku húnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
- 2021120110 - Tillaga að inntökuteymi vegna úthlutunar íbúða í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að inntökuteymi vegna úthlutunar íbúða í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
JÓÓÁ vék af fundi kl. 08:10
- 2022010385 - Fjárhagsaðstoð Seltjarnarnesbæjar árið 2022.
Fjölskyldunefnd staðfesti ný greiðsluviðmið fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2022.
ELM og RSR komu til fundar kl. 08:20.
- 2022010043 - Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum vegna málsins.
- 2021100023 - Umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var lagt fram til kynningar. Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs og deildarstjóri barnaverndar gerðu grein fyrir stöðu málsins.
JÓÓÁ kom til fundar á ný kl. 08:45.
- 2022020028 - Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir stöðu innleiðingar laganna og áætlun um hvernig henni verður hagað á starfsstöðvum sviðsins.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:00.