452. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021, kl. 08:00 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Halldóra Jóhannesdóttir Sankó deildarstjóri stoð- og stuðningsþjónustu, Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarnadi stuðningsþarfir -málsnr. 2021050124.
HJS kynnti drög að reglunum og svaraði spurningum. Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar þeim til notendaráðs fyrir fatlað fólk til umsagnar og til bæjarráðs til staðfestingar.
- Krafa um afléttingu á nafnleynd -málsnr. 2021040311.
Fjölskyldunefnd hafnar kröfu um afléttingu nafnleyndar.
- Erindi til Fjölskyldunefndar Seltj.nesbæjar v. synjunar á fjárhagsaðstoð -málsnr. 2021040010.
Fjölskyldunefnd staðfestir synjun fjárhagsaðstoðar.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi var slitið kl. 09:02.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Árni Ármann Árnason (sign.)
Sjöfn Þórðardóttir (sign.)
Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)