447. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 17. nóvember 2020, kl. 17:00 sem fjarfundur í Microsoft TEAMS.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir og Sigurþóra Bergsdóttir. Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Jóhannesdóttir Sankó deildarstjóri stoð- og stuðningsþjónustu, Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttafólks og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu einnig fundinn.
Fundi stýrði Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Beiðni um samþykktir fyrir forsjárhæfnimati -málsnr. 2016120063.
Fjölskyldunefnd samþykkir beiðnir um forsjárhæfnimat með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
- Barnavernd, barn í styrktu fóstri -málsnr. 2018110050.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Kvörtun vegna málsmeðferðar barnaverndarmáls -málsnr. 2020100014.
Lagt fram til kynningar.
- Barnavernd, beiðni um aðgang að gögnum -málsnr. 2020040178.
Fjölskyldunefnd hafnar beiðni um aðgang að gögnum.
- Umkvörtun vegna vinnslu persónuupplýsinga hjá fjölskuyldunefnd -málsnr. 2020100070.
Lagt fram til kynningar.
- Umsókn stuðningsfjölskyldu -málsnr. 2020110031.
Fjölskyldunefnd hefur farið yfir og kynnt sér umsögn barnaverndar. Fjölskyldunefnd samþykkir umsögnina án athugasemda.
- Félagsleg heimaþjónusta -málsnr. 2020090211.
Fjölskyldunefnd leggst ekki gegn því að útboð vegna heimaþjónustu verið kannað og vísar málinu til bæjarráðs
Fulltrúi Samfylkingar í Fjölskyldunefnd vill bóka eftirfarandi:
Undirrituð lýsir áhyggjum af því að fara í útboð á félagslegri heimaþjónstu. Í fyrsta lagi þá eru þær upplýsingar sem lagðar hafa verið fyrir nefndina ekki nægjanlegar til að taka slíka ákvörðun, sértaklega hvað varðar kostnað við núverandi þjónustu og hvaða markmið eru sett í slíku útboði. Varðandi þjónstuaþegana þá er um að ræða viðkvæma þjónustu við íbúa Seltjarnarness. Með því að framselja þjónustu sem áður er unnin innan bæjarins er hætta á að samband þjónustu bæjarins við fólk minnkar og þar með tækifæri til að grípa inn í þjónustu í tíma. Einnig er hætta á að sveigjanleiki og þróun í þjónustu minnki, þar sem verkin verða mun meira afmörkuð og mun einkafyrirtæki ekki gera neitt umfram það nema með aukagreiðslu.
Einnig má benda á að með þessu verður til hætta á því að íbúum Seltjarnarness verði mismunað eftir efnahag, það er sumir geta keypt sér aukaþjónustu en ekki aðrir sem eykur hættu á að grunnþjónustan verði aukaatriði.
Varðandi starfssemina sjálfa get ég ennfremur ekki samþykkt uppsagnir á starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar, í miðri kreppu þar sem atvinnuleysi er mikið.
Þessi aðgerð lyktar af uppgjöf og áhugaleysi yfirstjórnar fyrir verkefninu. Við ættum að setja metnað í að sinna þessari þjónustu við viðkvæmustu hópa bæjarfélagsins. Í raun eru settir fram tveir slæmir valkostir – óbreytt ástand eða að bjóða þjónustuna út. Ekki búið að skoða þriðja valkostinn sem er að efla og bæta þjónustuna undir stjórn bæjarins. Þannig mætti sjá fyrir sér að hægt væri að þróa meiri þjónustu í samstarfi við aðrar stofnanir bæjarins og heimahjúkrun. Það væri áhugavert að sjá mat á kostnaði og ávinningi að þeirri leið.
Sigurþóra Bergsdóttir.
- Þjónustusamningur um búsetuúrræði fyrir geðfatlaða -málsnr. 2020110097.
Fjölskyldunefnd samþykkir að gerður verði þjónustusamningur um búsetuúrræði fyrir geðfatlaða með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Fundi var slitið kl. 18:49.