Fara í efni

Fjölskyldunefnd

19. september 2019

436. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 17:00 – 18:03

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir félagsráðgjafi sat einnig fundinn.


  1. Endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ lagðar fram til samþykktar. Árni og Ragna gerðu grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á reglunum. Reglurnar samþykktar með áorðnum breytingum eftir umræður á fundinum. Vísað til bæjarráðs.

  2. Lögmannskostnaður í barnaverndarmálum. Reglur Seltjarnarnesbæjar um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum. Samþykktar og vísað til bæjarráðs.

  3. Sérstakur húsnæðisstuðningur, samanburður reglna á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt að breyta tekjumörkum á eftirfarandi hátt: Vísað til bæjarráðs 

    Neðri tekjumörk Efri tekjumörk Neðri tekjumörk Efri tekjumörk
    Fjöldi heimilismanna á ári á ári á mánuði á mánuði
    1 3.885.000 4.856.250 323.750 404.688
    2 5.138.226 6.422.783 428.186 535.232
    3 6.015.484 7.519.355 501.290 626.613
    4 og fleiri 6.516.774 8.145.968 543.065 678.831

  4. Áhrif sérstaks húsnæðisstuðnings á leigjendur í félagslegu leiguhúsnæði. Kynnt dæmi um hvernig greiðslubyrði leigjenda verður eftir hækkun.

  5. Trúnaðarmál barnavernd - 2 mál.

  6. Trúnaðarmál, húsnæðismál einstaklings.

  7. Trúnaðarmál Yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda 1.5.19 til 31.8.18

    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03

    Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason, Snorri Aðalsteinsson (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?