436. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 17:00 – 18:03
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir félagsráðgjafi sat einnig fundinn.
-
Endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ lagðar fram til samþykktar. Árni og Ragna gerðu grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á reglunum. Reglurnar samþykktar með áorðnum breytingum eftir umræður á fundinum. Vísað til bæjarráðs.
-
Lögmannskostnaður í barnaverndarmálum. Reglur Seltjarnarnesbæjar um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum. Samþykktar og vísað til bæjarráðs.
-
Sérstakur húsnæðisstuðningur, samanburður reglna á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt að breyta tekjumörkum á eftirfarandi hátt: Vísað til bæjarráðs
Neðri tekjumörk Efri tekjumörk Neðri tekjumörk Efri tekjumörk Fjöldi heimilismanna á ári á ári á mánuði á mánuði 1 3.885.000 4.856.250 323.750 404.688 2 5.138.226 6.422.783 428.186 535.232 3 6.015.484 7.519.355 501.290 626.613 4 og fleiri 6.516.774 8.145.968 543.065 678.831
-
Áhrif sérstaks húsnæðisstuðnings á leigjendur í félagslegu leiguhúsnæði. Kynnt dæmi um hvernig greiðslubyrði leigjenda verður eftir hækkun.
-
Trúnaðarmál barnavernd - 2 mál.
-
Trúnaðarmál, húsnæðismál einstaklings.
-
Trúnaðarmál Yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda 1.5.19 til 31.8.18
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason, Snorri Aðalsteinsson (sign)