Fara í efni

Fjölskyldunefnd

13. júní 2019

433. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 17:00 – 18:15

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson, Árni Ármann Árnason og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafar sátu einnig fundinn.

  1. Verklag í barnavernd. Ragna kynnti verklag félagsþjónustunnar í barnaverndar-málum. Fór yfir vinnsluferil í málum. Óskað eftir lista yfir opin barnaverndarmál á næsta fundi.

  2. Trúnaðarmál – barnavernd.

  3. Trúnaðarmál – barnavernd.

  4. Trúnaðarmál – fjárhagsaðstoð, kynnt stefna lögmanns.

  5. Úrbótaverkefni í barnavernd og félagsþjónustu. Sigurþóra sagði frá kynningu á Brúnni, barnaverndarverkefni hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar. Verkefnið er unnið þvert á kerfin og á að auðvelda nálgun í barnvernd.

  6. Kynning á PMTO. Foreldrafærnisnámskeið sem Barnaverndarstofa stendur fyrir. Boðið er upp á kynningu hér 20.8.19 kl. 17:00

  7. Breytingar á húsaleigu félagslegra leiguíbúða. Tillögur kynntar. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs. Lögð er áhersla á að þessar breytingar verði vel kynntar fyrir leigjendum og réttur þeirra til sérstaks húsnæðisstuðnings.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason, Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?