430. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 22. janúar 2019 kl. 17:00 – 17:45
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Ástríður Halldórsdóttur og Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafar sátu einnig fundinn undir 1., 2. og 3. lið.
-
Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
-
Trúnaðarmál – barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
-
Trúnaðarmál – barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 3. mál.
-
Trúnaðarmál – Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda frá 1.9.2018 til 31.12.2018
-
Dagdvöl eldra fólks á Seltjarnarnesi, kynntar breytingar á starfseminni með tilkomu opnunar hjúkrunarheimilisins og gerð grein fyrir samráðsfundi með starfsmönnum. Sigurþóra Bergsdóttir óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað varðandi þennan lið í fundargerðinni: „Undirrituð furðar sig á stöðu mála varðandi starfsemi dagdvalar á Skólabraut 3-5. Það er löngu ljóst að dagdvölin muni flytja þegar hjúkrunarheimilið opnaði og einnig ljóst að það myndi gerast árið 2019. Því hefði átt að vera búið að útfæra þessar breytingar og ganga frá málum við starfsfólk. Einnig undrast ég samráðsleysi við starfsfólk þangað til nú. Ekki er gert ráð fyrir aukinni þjónustuþörf íbúa við Skólabraut við þessar breytingar í fjárhagsáætlun, né heldur sett fjármagn í breytingar á húsnæðinu þegar dagdvölin fer en þarna myndast gott tækifæri til að efla þjónustu við eldri borgara.“ Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í fjölskyldunefnd fyrir Samfylkingu Seltirninga.
-
Kynnti erindi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)