Fara í efni

Fjölskyldunefnd

16. apríl 2018

423. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 17:00 – 18:20

  1. Trúnaðarmál
    1.1 Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
    1.2 Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
  2. Barnavernd, greining útgjalda og fjárhagsstaða miðað við fjárhagsáætlun. Félagsmálastjóri kynnti samantekt um málið. Ljóst er að útgjöld vegna barnaverndar verða mun hærri á árinu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Félagsmálastjóra falið að gera bæjarráði grein fyrir stöðunni og óska aukinna fjárveitinga.
  3. Fræðsla fyrir stuðningsfulltrúa og þjálfara Gróttu varðandi börn og ungmenni með greiningu. Búið er að ræða skipulag slíkrar fræðslu en málið var tekið upp á nemendaverndarráðsfundi nýverið og var samhljómur um að fara af stað með fræðslu í haust. Mikilvægt að Grótta komi þar að.
  4. Málefni Bjargs. Snorri greindi frá fundi með Velferðarráðuneytinu um málið og hver staðan er.
  5. Önnur mál. Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi mun leysa deildarstjóra heimaþjónustu af í veikindum hennar og mönnun á Sæbraut verður styrkt í samræmi við það.

Næsti fundur í fjölskyldunefnd verð haldinn 22. maí 2018

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?