423. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 17:00 – 18:20
- Trúnaðarmál
1.1 Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
1.2 Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 2. mál. - Barnavernd, greining útgjalda og fjárhagsstaða miðað við fjárhagsáætlun. Félagsmálastjóri kynnti samantekt um málið. Ljóst er að útgjöld vegna barnaverndar verða mun hærri á árinu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Félagsmálastjóra falið að gera bæjarráði grein fyrir stöðunni og óska aukinna fjárveitinga.
- Fræðsla fyrir stuðningsfulltrúa og þjálfara Gróttu varðandi börn og ungmenni með greiningu. Búið er að ræða skipulag slíkrar fræðslu en málið var tekið upp á nemendaverndarráðsfundi nýverið og var samhljómur um að fara af stað með fræðslu í haust. Mikilvægt að Grótta komi þar að.
- Málefni Bjargs. Snorri greindi frá fundi með Velferðarráðuneytinu um málið og hver staðan er.
- Önnur mál. Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi mun leysa deildarstjóra heimaþjónustu af í veikindum hennar og mönnun á Sæbraut verður styrkt í samræmi við það.
Næsti fundur í fjölskyldunefnd verð haldinn 22. maí 2018
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)