419. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg, fimmtudaginn 7. desember 2017 kl. 17:00 – 18:15
Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
-
Styrkbeiðni frá Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Samþykkt að styrkja miðstöðina um 50.000.- kr.
-
Málefni fatlaðs fólks, kynntar boðaðar breytingar á kostnaði við aðkeypta þjónustu og viðbrögð við þeim. Fjölskyldunefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að lausn málsins.
-
Breytingar á viðmiðunartölum fjárhagsaðstoðar frá næstu áramótum. Samþykkt að viðmiðunartölur fjárhagsaðstoðar verði á næsta ári 177.600.- kr. og hjá hjónum/sambýlisfólki 284.160.- kr.
-
Fundargerð samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um velferðarmál, dags. 29.11.17 lögð fram og rædd. Breytingar á þjónustutíma sameiginlegrar ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu hafa verið samþykktar í aðildarsveitarfélögunum.
-
Erindi Sjálfsbjargar vegna aðgengismála fatlaðra í Sundlaug Seltjarnarness sem bæjarstjóri vísaði til fjölskyldunefndar lagt fram og rætt. Félagsmálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
-
Trúnaðarmál. Trúnaðarmál 1. mál fært í trúnaðarmálabók.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Árni Á Árnason (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)