Fara í efni

Fjölskyldunefnd

14. mars 2017

411. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 17:00 – 18:05

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Drög að stefnumótun í þjónustu við fatlað fólk á Seltjarnarnesi kynnt. Farið var yfir drögin og Snorri vinnur áfram með þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum. Horft verði til þess hvað önnur sveitarfélög eru að gera í þessum málum.

  2. Spurningar frá tveimur fulltrúm í fjölskyldunefnd um málefni fatlaðs fólks lagðar fram ásamt svörum félagsmálastjóra við spurningunum. Farið var yfir spurningarnar og svörin.

  3. Tillögur um breytingar á greiðslum til stuðningsfjölskyldna. Samþykktar tillögur félagsmálastjóra um hækkun greiðslna og vísað til bæjarráðs ásamt minnisblaði.

  4. Önnur mál. Næsti fundur verður þriðjudaginn 25.4.2017 kl. 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?