409. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. 17:00 – 18:50
Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson og Jódís Bjarnadóttir sátu einnig fundinn. Ásrún Jónsdóttir var á fundinum undir 1. lið.
-
Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi boðin velkomin til starfa en hún tók við starfi forstöðumanns heimilis fyrir fatlað fólk á Sæbraut 2 og sem forstöðuþroskaþjálfi þann 1. janúar s.l. Ásrún gerði grein fyrir stöðu mála á Sæbraut. Heimilið var mjög undirmannað þegar hún tók við um áramót. Unnið hefur verið að því að fá fleiri starfsmenn til vinnu og fólk hefur fengist til starfa þótt enn vanti í 2 – 3 stöðugildi. Rætt um fyrirkomulag á heimilinu og viðhaldsþörf hússins.
-
Drög að endurskoðuðum reglum Seltjarnarnesbæjar um úthlutun félagslegra leiguíbúða kynnt. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar.
-
Úthlutun leiguíbúða. Ræddar tillögur starfsmanna um úthlutun tveggja íbúða. Samþykkt.
-
Trúnaðarmál. Trúnaðarmálabók 1. mál.
-
Trúnaðarmál. – yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda frá 1.9.16 – 31.12.16 kynnt.
-
Önnur mál.
a. Fjölskyldunefnd beinir þeirri fyrirspurn til bæjarstjórnar hvort búið sé að finna lóð undir nýjan þjónustukjarna fyrir fatlað fólk og leggur áherslu á að knýjandi sé að það gerist sem fyrst til þess að unnt sé að hefja vinnu við hönnun hússins.
b. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko vakti athygli á bréfi Velferðarráðuneytisins dags. 29.12.2016 varðandi beiðni Seltjarnarnesbæjar um heimild til að starfræka sérstakt þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundi í ráðuneytinu þennan sama dag um þetta mál en á þeim fundi var fulltrúum Seltjarnarnesbæjar afhent umrætt bréf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50
Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Jódís Bjarnadóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)