Fara í efni

Fjölskyldunefnd

08. desember 2016

408. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 8. desember 2016 kl. 17:00 – 18:50

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Magnús Margeirsson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn. Árni Ármann Árnason boðaði forföll.

  1. Sérstakur húsnæðisstuðningur. Leiðbeinandi reglur ráðuneytisins kynntar. Fjölskyldunefnd telur reglurnar alltof seint fram komnar og sér ekki ástæðu til þess að gefa umsögn um þær.

  2. Drög að reglum Seltjarnarnesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt greinargerð lögð fram. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim ásamt greinargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  3. Fundargerð Öldungaráðs Seltjarnarness dags. 28.11.2016 lögð fram og rædd.

  4. Ráðning forstöðumanns á Sæbraut 2. Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi hefur verið ráðin til starfsins og mun hefja störf þar að hluta eftir helgi. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að Seltjarnarnesbær er að taka við nýjum verkefnum sem er þjónusta við fatlað fólk og afar mikilvægt að hlúa vel að því og styðja við bakið á nýráðnum stjórnanda.

  5. Forsögn/skipulagslýsing að deiliskipulagi miðbæjar lögð fram og rædd. Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við forsögnina.

  6. Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi lögð fram og rædd. Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við skýrsluna.

  7. Önnur mál. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að gengið verði frá þjónustusamningi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um skammtímavistun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?