Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

01. mars 2012

451. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 1, mars, 2012 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 1. mars 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2010110020.
    Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR1012502, álit í málum nr. Irr1012548 og Irr1012549 lagt fram.
    Lögfræðingur bæjarins ABM fór yfir úrskurð og álit IRR.
  2. Málsnúmer 2012020082.
    Bréf Nordjobb á Íslandi dags. 24.02.2012, þar sem óskað er eftir þáttöku bæjarfélagsins í verkefni sumarsins.
    F&L tekur jákvætt í erindið en sér sig ekki fært að vera með í þessu áhugaverða verkefni sumarið 2012.
  3. Málsnúmer 2012020087.
    Stofnun og samþykktir Sambands orkusveitarfélaga.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu F&L samþykkir stofnsamning Sambands orkusveitarfélag fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar.
  4. Málsnúmer 2012020074.
    Bréf frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins dags. 20.02.2012 þar sem fram kemur breytingar sem gerðar hafa verið frá síðustu gjaldskrá, auk hækkunar á grunntöxtum.
    F&L leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bs. sem sett er samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000.
  5. Málsnúmer 2011120059.
    Deiliskipulag Bygggarðasvæðis.
    ÞÓB gerði grein fyrir málinu. F&L felur ÞÓB að vinna áfram með málið.
  6. Málsnúmer 2012010063
    Bréf Rekstrarfélags Skálfells dags. 21.02.2012.
    F&L felur bæjarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.
  7. Málsnúmer 2012020079.
    Útboð á sorphirðu.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að fela VSÓ að útbúa útboð á sorphirðu fyrir bæjarfélagið.
  8. Málsnúmer 2012020054.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 09.02.2012 varðandi atvinnuátakið „Vinnandi Vegur“.
    Lagt fram.
  9. Málsnúmer 2012020066.
    Bréf Strætó bs. dags. 07.02.2012, vegna framtíðarferli leiðakerfisskipta hjá Strætó bs.
    F&L hefur engar athugasemdir við fyrirhugað framtíðarferli leiðakerfisskipta Strætó og því getur stjórn Strætó bs. tekið málið til efnislegrar meðferðar.
  10. Málsnúmer 2012020063.
    Bréf Sorpu varðandi viðauka við þjónustusamnings Sorpu bs og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur endurvinnslustöðvanna, dags. 08.02.2012.
    F&L samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
  11. Málsnúmer 2012030001.
    Bréf forvarnarfélagsins Dauðans alvara varðandi fjárhagslegan stuðning.
    Lagt fram til kynningar, F&L sendir málið til ÍTS.
  12. Málsnúmer 2012020089.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi XXVI. Landsþing sambandsins, dags. 14.02.2012.
    Lagt fram.
  13. Málsnúmer 2012020090.
    Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 27.02.2012.
    Lagt fram.
  14. Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks.
    Bæjarstjóri kynnti tillögu um að vinna að stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks. F&L samþykkir að hafin verði vinna við stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks og vísar til bæjarstjórnar að kjósa fulltrúa í stýrihóp.
  15. Samkomulag við ríkið um eflingu almenningssamgangna (framhald af fundi Páls Guðjónssonar með bæjarstjórn 22.02.2012 kl.16:00).
    Á fundi bæjarstjórnar 22.02.2012 mættu Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Einar Kristjánsson, sviðstjóri hjá Strætó bs. Páll gerði grein fyrir viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um eflingu almenningssamgangna. Einar gerði grein fyrir hugmyndum Strætó bs. um aukningu á þjónustu samkvæmt leiðarkerfi Strætó í tengslum við verkefnið.

    F&L tekjur jákvætt í verkefni sveitarfélaganna og ríkisins um eflingu almenningssamgangna en telur að leggja þurfi fram ítarlegri rökstuðning vegna frestunar á framkvæmdum til vegamála.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?