451. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 1, mars, 2012 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 1. mars 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2010110020.
Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR1012502, álit í málum nr. Irr1012548 og Irr1012549 lagt fram.
Lögfræðingur bæjarins ABM fór yfir úrskurð og álit IRR. - Málsnúmer 2012020082.
Bréf Nordjobb á Íslandi dags. 24.02.2012, þar sem óskað er eftir þáttöku bæjarfélagsins í verkefni sumarsins.
F&L tekur jákvætt í erindið en sér sig ekki fært að vera með í þessu áhugaverða verkefni sumarið 2012. - Málsnúmer 2012020087.
Stofnun og samþykktir Sambands orkusveitarfélaga.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu F&L samþykkir stofnsamning Sambands orkusveitarfélag fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar. - Málsnúmer 2012020074.
Bréf frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins dags. 20.02.2012 þar sem fram kemur breytingar sem gerðar hafa verið frá síðustu gjaldskrá, auk hækkunar á grunntöxtum.
F&L leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bs. sem sett er samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000. - Málsnúmer 2011120059.
Deiliskipulag Bygggarðasvæðis.
ÞÓB gerði grein fyrir málinu. F&L felur ÞÓB að vinna áfram með málið. - Málsnúmer 2012010063
Bréf Rekstrarfélags Skálfells dags. 21.02.2012.
F&L felur bæjarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum. - Málsnúmer 2012020079.
Útboð á sorphirðu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að fela VSÓ að útbúa útboð á sorphirðu fyrir bæjarfélagið. - Málsnúmer 2012020054.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 09.02.2012 varðandi atvinnuátakið „Vinnandi Vegur“.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012020066.
Bréf Strætó bs. dags. 07.02.2012, vegna framtíðarferli leiðakerfisskipta hjá Strætó bs.
F&L hefur engar athugasemdir við fyrirhugað framtíðarferli leiðakerfisskipta Strætó og því getur stjórn Strætó bs. tekið málið til efnislegrar meðferðar. - Málsnúmer 2012020063.
Bréf Sorpu varðandi viðauka við þjónustusamnings Sorpu bs og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur endurvinnslustöðvanna, dags. 08.02.2012.
F&L samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. - Málsnúmer 2012030001.
Bréf forvarnarfélagsins Dauðans alvara varðandi fjárhagslegan stuðning.
Lagt fram til kynningar, F&L sendir málið til ÍTS. - Málsnúmer 2012020089.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi XXVI. Landsþing sambandsins, dags. 14.02.2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012020090.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 27.02.2012.
Lagt fram. - Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks.
Bæjarstjóri kynnti tillögu um að vinna að stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks. F&L samþykkir að hafin verði vinna við stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks og vísar til bæjarstjórnar að kjósa fulltrúa í stýrihóp. - Samkomulag við ríkið um eflingu almenningssamgangna (framhald af fundi Páls Guðjónssonar með bæjarstjórn 22.02.2012 kl.16:00).
Á fundi bæjarstjórnar 22.02.2012 mættu Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Einar Kristjánsson, sviðstjóri hjá Strætó bs. Páll gerði grein fyrir viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um eflingu almenningssamgangna. Einar gerði grein fyrir hugmyndum Strætó bs. um aukningu á þjónustu samkvæmt leiðarkerfi Strætó í tengslum við verkefnið.
F&L tekjur jákvætt í verkefni sveitarfélaganna og ríkisins um eflingu almenningssamgangna en telur að leggja þurfi fram ítarlegri rökstuðning vegna frestunar á framkvæmdum til vegamála.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:25