Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
Fimmtudaginn 25. febrúar og hófst hann kl. 8:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2015080340.
Tilboð í endurnýjun á gervigrasvelli við Suðurströnd.
Fjármálastjóri upplýsti að alls hafi 10 tilboð borist. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Metatron, lýsing:
FieldTurf, 360xl, einstráa/hæð 42mm, þéttleiki 17 spor á 10cm (17/10), púði 25mm, innfylling 6 gúmmí/18 sandur (kg/m²), EPDM recycled grátt.
Gervigras kr. 70.352.457.-
Rif á núv. grasi kr. 4.648.264.-
Búnaður kr. 395.000.-
Samtals kr. 75.395.721.-
Bæjarráð samþykkir ofangreint tilboð kr. 75.395.721.-.
-
Málsnúmer 2016020106/2011100066.
Bygging og rekstur íbúðarhúsnæðis fyrir einhverfa.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Erindi vísað til félagsmálastjóra og skipulagsnefndar til skoðunar.
-
Málsnúmer 2016020075.
Nýtt rekstrarleyfi f. gistingu í heimahúsi.
Bréf dags. 10.02.2016 frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir umsögn með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 varðandi rekstrarleyfi f. gististað í flokki I að Víkurströnd 7a.
Bæjarráð samþykkir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki I.
-
Málsnúmer 2016010160.
Nýtt rekstrarleyfi f. gistingu í heimahúsi.
Bréf dags. 28.01.2016 frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir umsögn með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 varðandi rekstrarleyfi f. gististað í flokki II að Látraströnd 54.
Bæjarráð samþykkir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II.
-
Málsnúmer 2016020083.
Innkaupareglur Seltjarnarness - endurskoðun.
Bæjarráð óskar eftir að fjármálastjóri endurskoði innkaupareglur bæjarins og lagðar verði fram til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs endurskoðaðar reglur.
-
Málsnúmer 2016020058.
Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga.
Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 05.02.2016 varðandi starfshóp sem á að vinna að stefnumótun og aðgerðaráætlun í sveitarstjórnarmálum.
Lagt fram til upplýsinga.
-
Málsnúmer 2016020115.
Lánasjóður sveitarfélaga.
Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 22.02.2016 um auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.
-
Málsnúmer 2016020124.
Bikarúrslit Final Four handbolti.
Bæjarráð samþykkir styrk til Handknattleiksdeildar Gróttu vegna bikarhelgi í Laugardalshöll 25. febr. til 27. febr. meistaraflokka kvenna og karla að fjárhæð kr. 500.000.-.
-
Málsnúmer
Þjónustumiðstöð.
Bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að vinnuhóp til að skoða núverandi starfsemi og aðstöðu þjónustumiðstöðvar og framtíðarþörf sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl: 9:14